Sensation Akureyri 14. júlí Þá er komið að því. Eitt stærsta kvöld sem The Royal Entertainment Group heldur á þessu ári. Í þetta skiptið beinum við sjónum okkar að einni stærstu dansveislu í Evrópu en það er Sensation hátíðin í Amsterdam. Sú hátíð fer ávallt fram fyrstu tvær helgarnar í júlí og við ætlum að vera samstíga og halda Sensation Akureyri þann 14. júlí næstkomandi eða aðra helgina í júlí.

Þetta verður “Black Edition” sem þýðir það að allir þeir sem ætla að mæta á kvöldið verða að vera klæddir í svart frá toppi til táar annars komast þeir ekki inn.

Hérna eru nokkrir punktar sem gott er að muna ef þú ætlar að mæta:

Þú verður að mæta í svörtu…frá toppi til táar

Þetta er dansveisla sem þýðir danstónlist frá A til Ö

Við ætlum að gefa ferð til Amsterdam með Icelandair á kvöldinu sjálfu - þú gætir verið heppin/n!

Ef þú ert hrædd/ur við sprengingar og líður illa í hávaða - ekki mæta

Ef þér er illa við stöðugt “flass” og ljós - ekki mæta

Ef þú vilt prufa eitthvað nýtt og ferskt sem þú hefur ekki séð á Íslandi áður - upplifa eldglæringar og alvöru danssýningu - mættu


Meira info um kvöldið verður sett inn síðar!