Dirty South

Síðastliðin 3 ár hefur Dragan Roganovic svo sannarlega fest sig í sessi hjá
þeim sem að danstónlistarheiminum koma og heillað einhver stærstu nöfn veraldar í danstónlist og ekki bara plötusnúða á borð við Chris Lake, Fedde
Le Grand, Josh Wink eða Roger Sanchez, heldur einnig náð til margra stærstu “pródúsera” og tónlistarunnenda með sínum fjölbreytta stíl. Það sem Dragan Roganovic gerir betur en margir aðrir er að taka það gamla og góða sem rifið
hefur upp dansgólfin árum saman og gefa því nýtt líf, hann endurlífgar danstónlist eins og enginn annar, hann tekur það sem við elskuðum að hlusta
á og leyfir okkur að elska það sem nýtt aftur, hann löglega remixar allt það
þéttasta, feitasta og heitasta, Hann heitir DIRTY SOUTH. Fæddur í evrópu og fluttist 13 ára gamall til Ástralíu, ungur og óþreyjufullur vildi Dragan byrja á því sem hann vissi að honum var ætlað,
hann vildi byrja að mixa en hafði ekki fjármagn til þess að kaupa fullnægjandi tæki og tól. Svo að 14 ára að aldri byrjaði hann að “mixa” á
gamalt NEC kasettutæki. Með Innblástur frá öllu s.s Led Zeppelin og síðar The Neptunes einbeitti Dragan sér að endurútsettningu laga sem náð höfðu
langt og höfðu gert það gott, með hans náttúrulega hæfileika að finna það sem betur mátti fara og gera það vel, hæfileika sem er valdur þess að hann
komin það langt sem hann er kominn í dag. Dirty South hefur meðal annars gert löglegar endurhljóðblöndur eftir tónlistarmenn eins og Depeche Mode, Mark Ronson, Roger Sanchez, Josh Wink, Tiësto, Chris Lake, Fedde Le Grande,
Ferry Corsten and TV Rock. Þeirra helst má nefna Evermore, “its too
late”,
Cicada, “the things you say” og Josh Wink, "higher state of conciousness.
Það er ótrúlegt hvað þessi drengur hefur náð langt og væri hægt að skrifa
hér margar blaðsíður um það sem hann hefur gott frá sér unnið, en eins og ég
segi alltaf og segi enn þá er sjón sögu ríkari, Dirty South mun spila á broadway 12.október næstkomandi í boði techno.is, þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af.

Óttar Már Ingólfsson.¨