Tónlistarmaðurinn Chris Lake er að það gera ótrúlega gott um þessar mundir í danstónlistinni.
Hann er maðurinn á bakvið Lagið ‘Changes’ sem hefur ómað nær daglega í íslenskum útvörpum síðustu mánuði. Hann er einnig kominn með nýjann smell sem hefur hlotið mikilla vinsælda erlendis en það er lagið “Carry me away”.
Chris Lake hefur unnið mikið með tónlistarmanninum Sebastian Leger og hefur notið góðs af mikklum stuðning frá félögum sínum Sander Kleinenberg og Pete Tong.

Eftirfarandi viðtal var tekið við Chris Lake af Micheal Bordash í September 2006:

Q: Fyrir aðeins fáeinum mánuðum varstu í “venjulegu dagsstarfi” en núna flýgurðu útum allan heim til að spila, kemur fram í eigin tónlistar myndböndum og útgefur hverja smellina á fætur öðrum sem allir eru að tala um. Geturðu lýst því hvernig þér líður?

Chris: Þetta er undarlegt. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um og unnið að eins lengi og ég man. Og núna er þetta að gerast en ég hef ekki enn náð þessu almennilega. Fyrri vinnan mín var vaktavinna og þrufti ég að fara á fætur kl 4 á morgnana, síðan eftir vinnu, vann ég aðra eins vakt í stúdíóinu langt fram eftir og voru allir dagar þannig. Ég vann svo hörðum höndum þá og núna þegar ég er ekki lengur í “venjulegri vinnu” held ég að ég komi enn minna í verk! Ég held ég ætti að koma mér aftur í það að stilla vekjaraklukkuna á morgnana, en þó kannski ekki alveg svo snemma.

Q: Hefur einhver stund frá seinustu mánuðum sérstaklega staðið út?

Chris: Það hefur mikið af frábærum hlutum verið að gerast, en ég held þó að þegar ‘Changes’ fékk undirritun Universal/Apollo hafi staðið einna mest uppúr. Ég hafði aldrei ímyndað mér að eitthvað eftir mig færi í spilun á útvarpsstöðvarnar en engu að síður er þetta eitthvað sem ég nýt að gera og hefur þetta opnað fyrir mig mörg ný tækifæri.

Q: Hver heldurðu að gæti verið miðjan af þessari velgengni hjá þér?

Chris: Eflaust því ég hef reynt að móta minn eigin hljóm. Ég hef verið að semja í allnokkur ár en einhvern veginn virtist allt smella fyrir 18 mánuðum síðan og ég held ég hafi fundið hljóminn sem ég var að leita að. Nú fer ég bara í stúdíóið og sem lög mér til skemmtunar og fer svo og spila einhversstaðar hverja helgi, en get svo ekki beðið eftir að komast aftur heim til að semja meira.

Q: Lagið þitt ‘Changes’ hefur hlotið frábæra dóma, meira að segaj Fat Boy Slim er að spila það og hefur það legið í töskum margra plötusnúða síðan á seinasta ári og verður nú útgefið undir risa nafninu Apollo. Hélstu að þetta myndi verða svona vinsælt?

Chris: Ekki séns. Ekki misskilja mig, en þegar ég samdi þetta í Ágúst var ég spenntur. Ég lauk við lagið og sendi það beint til Desyn Msiello í gegnum msn. Hann varð mjög hrifinn af því og gerði það mig enn spenntari að ég hefði samið lag sem kæmi mér á kortið í House hringnum sem ég var vanur að vinna í.

Q: Hverjir hafa verið að remixa ‘Changes’ ?

Chris: Dirty South, Funkagenda og fleiri remix sem eiga eftir að staðfesta.

Q: Segðu okkur frá myndbandinu við lagið?

A: Ok, ekki alveg mín sterkasta hlið að lýsa svona myndbandi, en ég skal reyna. Þetta sýnir mismunandi skeið í lífi konu, frá því hún er barn og frammá háa aldur. Ég er mjög ánægður með útkomuna á þessu og stóð kvikmyndadeildin sig alveg frábærlega. Ef þú blikkar yfir myndbandinu missir þú þá af mér þegar ég birtist í millisekúndu. :

Q: Ætlarðu að fylgja eftir laginu ‘Changes’ eitthvað á næstunni?

Chris: Ég hef ekki farið með því hugarfari í stúdíóið. Ég er bara að semja til að semja, og ef eitthvað gott kemur útúr því má nota það af Universal. Annars er ég sjálfur að útgefa mitt efni í gegnum Rising Music.

Q: Hvernig myndir þú lýsa plötusnúða stílnum þínum?

Chris: Ég bíst við að ég spili allskonar útgáfur af House tónlist. Tónlistin sem ég spila vanalega er frekar dirty, með kraftmiklum flutningi. Meikar þetta eitthvað sens?

Q: Rising Music virðist ganga mjög vel, hví ákvaðst þú að vera með þitt eigið útgáfu fyrirtæki ásamt því að vera framleiðandi og plötusnúður?

Chris: Rising Music var aðeins stofnað til að hafa mitt eigið útrennsli af því sem ég hef verið að gera. Ég bjóst bara ekki alveg við að þetta yrði svona vinsælt.

Q: Hvað er svo á dagskrá á næstu mánuðum?

Chris: Það eru nokkrar smáskífur á leiðinni, síðan eru það einnig nokkur remix: Axwell - ‘Watch the Sunrise’ fyrir Positiva, kemur út seinna í ágúst, Lifelike & Kris Menace - ‘Discopolis’ fyrir Defected, kemur í september, og síðan auðvitað ‘Changes’.

Q: Og að lokum, hvað finnst þér um það sem Pete Tong sagði um þig “að þú værir það besta sem hefði komið útúr Skotlandi síðan Mylo”?

Chris: Ekki móðgast Pete, en þú hlítur að vera klikkaður!