Brunarústir fortíðar Nú fyrir skemmstu brann húsnæðið sem skemmtistaðurinn Pravda hafði aðsetur. Mig langar að rekja örlítið sögu húsnæðisins, eftir mínu gloppótta mynni, og með stafsetnigakunnáttu á heimsmælikvarða!

Mín fyrstu kynni voru þegar skemmtistaðurinn Berlín var þarna til húsa. Ætli ég hafi ekki verið 16 ára(1995). Ég kommst inn fyrir einhverja miskun, en man ekki hvernig tónlist var spiluð. Sennilega eithvað mainstream.
Einhverju seinna var honum lokað, og í staðinn kom steinar músik og myndir.

Ég er ekki með ártalið alveg á hreinu, en ég held að astró hafi opnað þarna 1998, og var Áki pain aðalkallin þar.
Mikið umtal vöktu breytingar sem þar urðu árið 2000 þegar einhverjum millum var eitt í að mála staðinn grænann!Sundlaugagrænann! Hvað var málið?
Ég spilaði þarna einhverjar nokkrar helgar þarna meðan Einar Bárðarson var með puttana í þessu. En fólk var ekki að fíla þessar breytingar. Lokunn staðarinns hefur kostað einhvern nokkra græna!


Í lok 2000 tók staðurinn á sig nýja mynd, og var Kiddi bigfoot maðurinn í brúnni. Staðurinn hafði aldrey verið heitari. Tónlistin var playlistinn af fm957 í gegn. Fyrir utan einhverjar uppákomur eins og t.d. Breakbeat.is og fleira.

Pravda þekkti ég minnst af því sem áður var, en hinn ágæti vinur minn dj Áki pain var allavegna byrjaður að spila á gömlum heimaslóðum á ný.

Staðurinn var nokkuð heitur í meðallagi, en þó ekki jafn heitur og þegar það rauk úr honum fyrir tæpum 2 vikum.


Endilega póstið einhverjar mynningar sem þið hafið….
Dont hate the player, hate the game…