Að búa til danstónlist…

Það er ekki svo mikið mál og það þarf ekki að eyða neinum pening. Það hjálpar auðvitað að eiga góða hátalara, gott hljóðkort, öfluga tölvu, dýra flotta plug-inna osfv. en ekki nauðsynlegt. Mörg klassísk danstónlistarlög hafa verið gerð á hlægilega einfaldann búnað, en út frá góðri hugmynd.

Í þessari grein geng ég út frá því að fólk sé með pc tölvu, og internetið. Þetta ætti allt að vera mögulegt á Mac líka.


Það fyrsta sem þarf að gera er að fara inn á www.asio4all.com og sækja driverinn þar og setja hann upp. Það er útskýrt á síðunni. Með þessu móti minnkar latency (tíminn frá því þú ítir á nótu þar til hljóðið kemur úr hljóðkortinu), verulega.


Það næsta sem þarf er sequencer. Hann er potturinn sem synthunum, trommunum, effectunum og öllu hinu draslinu er hellt út í. Hann er í raun erfiðast að nálgast ókeypis löglega. Þó væri hægt að nálgast létta útgáfu af einhverjum sequencer (td. Cubase eða Ableton Live) hjá einhverjum sem þú þekkir og er að gera músík – ég á td. tvo eða þrjá slíka diska heima sem fylgdu ókeypis með hinu og þessu (ekki biðja mig um þá samt). Allavega, þetta er stæðsta hindrunin í að koma tæknilegu hliðinni í gang ókeypis.


Persónulega myndi ég ekki mæla með Reason sem aðal sequencer. Jújú það eru margir sniðugir fídusar í því forriti en það er hamlandi að morgu leyti, til dæmis þegar kemur að því að taka eitthvað upp, eða mixa eitthvað niður.


Allavega, ég ætla að gefa mér það að tónlistarmaður X hafi reddað sér Cubase LE, sem er ódýr útgáfa af Cubase. Þá er það leyst, og nú þarf einhver hljóðfæri. Það er aragrúi af VSTi (Virtual studio technology instrument) hljóðfærum á netinu. Því er hægt að googla en segjum að við byrjum með þessar eftirhermur af sígildu synthesizerunum Minimoog og Arp2600.
http://glenstegner.com/softsynths.html

Kannski rétt að taka fram að það er algengur misskilningur að það þurfi eitthvað hljómborð til að spila á þessi tölvuhljóðfæri. Það er hægt að teikna nóturnar inn, eða jafnvel spila á lyklaborðið.


Síðan þarf trommur. Það er hægt að finna aragrúa af ókeypis trommusömplum og loopum á netinu, sem er yndislegt. En ef maður ætlar að gera danstónlist er nauðsynlegt að eiga sömplin úr Roland græjunum TR-808 og TR-909. Ég reyndi að finna linka á þetta á Google og fann bara sömplin úr TR-808, en hafi maður einbeittann vilja þá er hægt að finna sömplin úr 909 líka og eflaust Lindrum og fleiri trommuheilum.
http://smd-records.com/Websites/TR-808/page/samples.htm


Núna er tæknilega kleyft að búa til takt og laglínur í lag. Þá þarf smá krydd, effecta. Þeir eru í ómældu magni á netinu. Ég nefni nokkra hér, en með því að googla “free vst plug-ins” eða “free vst instrument” ætti að koma slatti upp líka.

Sir impulse reverb
Paax sampler
Kjaerhus classic series
Dblue Glitch
Supatrigga
Interruptor og Echochamber delay

Og til að krydda er auðvitað nauðsynlegt að nota whitenoise. Þið getið fengið það úr gömlu sjónvarpi, en líka með því að googla “white noise wav” eða álíka.


Í þessari grein var ég ekki að fara út í hin og þessi smáatriði, þá hefði hún einfaldlega orðið leiðinleg og löng, auk þess sem sumt er betra að læra með því að reka sig á og prófa sig áfram. Leikvöllurinn er allavega kominn og það er hægt að hefjast handa.


Með Part #2 fylgir síðan grunnur að lagi, smíðaður með þessum tólum sem ég tilgreini hér. Reyndar ætla ég að svindla smá og nota Midi hljómborð og M-audio hljóðkort sem fylgdi tölvunni – mér til þæginda, en það er bara afþví ég svindla í spilum.


Næsta grein kemur… amk. Fyrir verslunarmannahelgi.