Terry Lee Brown jr. ÉG var að enduruppgvötva þennan skemmtilega artist.
Hann kemur úr litlum bæ rétt neðan við frankfurt, heitir réttu nafni Norman Feller. Vakti fyrst athygli sem Storming Norman. Skipti svo fljótlega nafninu í Terry Lee Brown jr.
Tónlist hans er mjög skemmtilegur kokteill af gömlu chicago house og detroid techno.
Fyrsta platan hans hét “Brother For Real” og kom út á Plastic City 1996. Mjög flott breiðskífa, hún var ofarlega á árslistum það árið hjá flestum raf-tónlistartímaritum.
Chocolate Chords kom 1997 (einnig á Plastic City). Svo kom Selected Remixes 1998.

Ég mæli eindregið með því að allir aðdáendur house og techno skoði kauða. Sérstaklega mæli ég með laginu Terry's House!
Góðar stundir.