Föstudaginn 12. janúar næstkomandi heldur Breakbeat.is sitt árlega árslistakvöld á skemmtistaðnum Pravda. Listinn verður kynntur í beinni útsendingu frá Pravda á X-inu 97.7 milli klukkan 22 og 01 af Breakbeat.is genginu , og að honum loknum verður leikið áfram fyrir dansi ásamt Agzilla.

Sendið okkur póst á arslisti@breakbeat.is og segið okkur hvaða lög og breiðskífur innan drum & bass heimsins heilluðu ykkur mest á síðasta ári. Einnig væri gaman að heyra álit ykkar á árinu 2006, bæði hvað varðar tónlistina almennt og senuna hér heima.

Listinn verður svo eins og áður sagði kynntur á X-inu 97.7 föstudaginn 12. janúar milli kl. 22 og 01, í beinni útsendingu frá Pravda. Húsið opnar um leið og útsending byrjar, það verður frítt inn til miðnættis en eftir það kostar inn einungis 500 krónur.