Presence - All Systems Gone Jæja hér ætla ég að skrifa um þann disk sem hefur komið mér einn helst á óvart undanfarin ár. Gripurinn heitir All Systems Gone með Presence og er gefinn út 1999 af Pagan Recordings, snilldar house labelinu breska. Sá sem stendur bak við þetta verkefni er brekur pródúser sem heitir Charles Webster. Sá fékk nú ekki slæma skólun, vann til að byrja með með slíkum smápeðum eins og Juan Atkins, Derrick May og Kevin Saunderson. Síðar fór hann að pródúsera house með góðum árangri. Ég ætla nú samt ekkert að plata ykkur og sjálfan mig með því að halda því fram að ég þekki eldra dótið hans, því ég geri það ekki. Ástæðan fyrir því að ég verslaði mér þennan var vegna þess að grúvsnilldin Better Day var á honum. Við nánari hlustun koma í ljós aðrar perlur, eins og t.d. Sense Of Danger, sungið af gömlu afilliate söngkonu Massive Attack : Shara Nelson. Aðrir söngvarar láta til sín taka á þessum disk, sem mætti einna best lýsa sem ‘electronic soul’. Ljúfar rólegar melódíur í bland við tæran söng. Sándið á þessum disk er lika ekki slæmt, enda er Charles Webster pródúser af guðs náð. Ég get einna helst notað samanburðinn við fyrstu plötu Leftfield, Leftism. En hljómurinn á henni er einmitt engu líkur. Það sama finnst mér vera upp á teningnum hér. All Systems Gone er fyrir alla þá sem eru fyrir fallegan söng og eiturtærar lagsmíðar í rólegri kantinum. Hann er samt ekki neinn svefndiskur sko, heldur meira svona sófahouse :)

Lagalistinn:

1. Future Love (Webster) - 6:19
2. This Is You (Jay/Webster) - 5:49
3. Been 2 Long (Edwards/Webster) - 7:58
4. Matter of Fact (Nelson/Webster) - 5:22
5. Your Spirit (Edwards/Sheridan/Webster) - 4:58
6. Keeping Count (Webster) - 6:03
7. Sense of Danger (Nelson/Webster) - 7:10
8. Favour Nothing (Joyce/Webster) - 4:45
9. The Strength (Within) (Joseph/Webster) - 4:29
10. Better Day (Joseph/Webster) - 5:01
11. Far Far Away from My Heart (Llanas/Neumann) - 4:43


Jájá fínt að fá creditin með þarna bara :)


neðanmálspár: Við leit mína að upplýsingum um plötuna sá ég að Charles Webster er með nýútgefinn sólódisk undir nafninu Born On The 24th Of July. Hefur einhver hér heyrt hann? Og ef svo er, hvernig er hann?