Dagskrá Útvarpsþáttsins Flex út árið Tíundi þáttur Flex frá upphafi fór í loftið síðasta laugardag er þeir bræður, Kiddi og Bjössi stóðu vaktina með tveggja tíma stútfullan þátt af glænýrri tónlist. Í síðasta þætti heyrðist efni frá tónlistarmönnum eins og Trentemöller, Booka Shade, Fedde Le Grand, Whirlpool Productions, Slam ofl ofl.

Upptöku af þættinum getur þú nálgast hér >> www.minnsirkus.is/Upload/flex/thaettir/10_flex-20061014.mp3

Á komandi vikum verður nóg um gesti í þættinum en þeir eru eftirfarandi út árið:

21. október
Leon S. Kemp úr Funk Harmony Park. Funk Harmony Park er að fara af stað með nýtt label sem heitir Arctic Wave Records. Fyrsta releasið á labelinu er lag eftir þá sjálfa sem heitir Crystal Sky. Platan inniheldur einnig Hernan Cattaneo remix sem Leon mun frumflytja í þættinum næsta laugardag ásamt tonni af efni sem mun koma út á Arctic Wave Records á komandi misserum.

28. október
Dj Tryggvi mætir í stúdíóið þann 28. með ferska House tóna. Tryggvi flutti inn Bandaríska house snúðinn Jake Childs sem spilaði við frábærar undirtektir á Pravda í ágúst síðastliðnum.

4. nóvember
Doninn sjálfur, Grétar G verður gestasnúður þáttarins að þessu sinni, en hann fór út til Skotlands í nám í haust. Ef ég þekki Grétar rétt má búast við eðalsetti frá kappanum.

11. nóvember
Sæti strákurinn og snilldarsnúðurinn Dj Rikki verður aðalmaðurinn hjá Flex þann 11. nóv. Hann átti að koma í þáttinn í september en þurfti að forfalla. Hann mætir því enn öflugri til leiks í nóvember með troðfulla töskuna af nýrri tónlist.

18. nóvember
Það er enginn annar er breakbeat.is snúðurinn Guuuuunni Ewok sem tætir og tryllir þessa vikuna. Gunni spilar nóg af öðru stuffi en Drum & Bass og verður það mjög spennandi að heyra hvað drengurinn ætlar að spila.

25. nóvember
Við ætlum að hita vel upp fyrir heimsókn ofursnúðsins Desyn Masiello sem mun tæta og trylla þann 1. desember næstkomandi á skemmtistaðnum NASA. Farið verður yfir efni sem kappinn hefur gefið út ásamt því að renna yfir 1-2 dj mix með honum. Gefnir verða miðar á kvöldið… ekki missa af þessum þætti.

2. desember
Akureyski ofursnúðurinn Leibbi kemur í þáttinn, en hann mun sjá um upphitun fyrir Desyn Masiello þann 1. des. Einnig verður hann í Party Zone fyrr um kvöldið þann 2. des.

9. desember
Dj Guðný verður fyrsti kvenplötusnúðurinn til að mæta í þáttinn til okkar. House, Trance, Techno eða Breakz, Guðný spilar þetta allt saman.

16. desember
Það eru engir aðrir en þeir Arnar og Frímann úr Hugarástandi sem munu sjá hlustendum Flex um tónana þessa vikuna. Það er löngu kominn tími á að þeir félagar snúi til baka úr nokkra ára hvíld þeirra frá spilamennskunni.

23. desember
Thomsen, Rósenberg, Tetriz, Cafe Gróf ofl staðir verða í aðalhlutverki þegar þeir Kiddi og Bjössi dúndra klassíkerunum frá sér í sérstökum Nostalgíu þætti.

30. desember
Stuðningsmaður númer eitt hann Jonfri mætir í þáttinn í annað skiptið. Jonfri sem hefur skapað sér sess meðal bestu snúða landsins hefur staðið í ströngu undafarið með útgáfu á tónlist sinni.

Ef þú hlustar ekki, þá ertu ekki Flex!

www.flex.is
www.myspace.com/myflexmusic