Einkaviðtal við Anthony Pappa Við vorum svo ljómandi heppin að geta tekið einkaviðtal við Anthony Pappa, hinn fræga ástralska plötusnúð sem von er á 6. október næstkomandi í boði Techno.is á NASA. En það er brjálað að gera um þessar mundir hjá kappanum, svo við þökkum honum kærlega fyrir að eyða smá tíma í okkur áður en hann kemur á landið.

[jona] Hæ! Hvernig hefurðu það?

[Anthony] Ég hef það gott takk.

[jona] Hvað ertu búinn að vera að bralla uppá síðkastið?

[Anthony] Ég er nýlega búinn að vera að gera þrefaldan mix geisladisk fyrir Sony. Diskurinn kallast “The Classics Vol 2”. Ég er líka búinn að vera rosalega upptekinn að spila í hverri einustu viku útum allan heim.

[jona] Hvað ætlarðu að stoppa lengi á klakanum?

[Anthony] Því miður verð ég hérna bara í einn dag, er að spila daginn eftir í London.

[jona] Hefurðu spilað áður einhversstaðar í Skandinavíu og hvernig reyndist það?

[Anthony] Já ég hef áður spilað í Osló, Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn. Það var allt mjög skemmtilegt.

[jona] Hvar ertu fæddur og uppalinn?

[Anthony] Ástralíu, – Melbourne.

[jona] Kemurðu frá stórri fjölskyldu?

[Anthony] Já.

[jona] Ég held ég hafi lesið einhversstaðar að þú værir 33 ára gamall, en samt ertu búinn að vera að plötusnúðast í yfir 19 ár?

[Anthony] Já það er rétt. Ég byrjaði líka að plötusnúðast þegar ég var 13 ára gamall.

[jona] Fæddistu í mjög tónelska fjölskyldu eða var þetta bara þitt áhugasvið?

[Anthony] Pabbi minn er tónlistarmaður og var með sína eigin hljómsveit, svo tónlistin spilaði alltaf stóran þátt í lífi mínu og ég ólst upp með henni. Ég byrjaði líka að spila fyrst á trommur aðeins 5 ára gamall.

[jona] Hvenær byrjaðiru að semja þína eigin tónlist?

[Anthony] Þegar ég flutti til Englands árið 1995.

[jona] Hver var fyrsti plötusnúðurinn sem var þér hvatning og hvar var það?

[Anthony] Það var Sasha. Ég hlustaði á hann í fyrsta skipti af spólu sem vinur minn í Englandi gaf mér.

[jona] Hvaðan sækirðu áhrifin í tónlistinni?

[Anthony] Frá nýrri tónlist sem ég fæ í hendurna og hlusta á frá hinum ýmsu framleiðendum og plötusnúðum.

[jona] Hvernig myndirðu lýsa plötusnúða stílnum þínum?

[Anthony] Brautryðjandi og mjög skapandi.

[jona] Hver er þín uppáhalds tónlist?

[Anthony] Öll elektrónísk tónlist sem er ekki ostakennd.

[jona] Er einhver tónlist sem þú þolir ekki?

[Anthony] Kántrí og vestræn tónlist.

[jona] Hverskonar tónlist ertu búinn að vera að spila undanfarið?

[Anthony] Elektro, House, Tech House og Techno.

[jona] Er það eitthvað sem við megum búast við á Nasa þann 6. október eða hefurðu hugsað þér að taka einhverja allt aðra stefnu?

[Anthony] Ég mun spila úrval af þessu fyrrnefnda en það mun líka fara eftir fólkinu og klúbbinum. Ég mun vita það fyrir víst þegar ég verð þarna á staðnum.

[jona] Hvert ferðu svo eftir Ísland?

[Anthony] Til Englands.

[jona] Skipuleggurðu settin þín?

[Anthony] Nei það geri ég ekki. Öll settin mín eru frábrugðin hverju öðru í hverri viku, það fer bara eftir hverju giggi fyrir sig.

[jona] Túraru oft?

[Anthony] Ég er alltaf á ferðalagi já, í hverri viku.

[jona] Núna ertu búinn að vera að spila útum allan heim, er mikill munur á áheyrendum í Evrópu og Asíu? Hvað með Ástralíu og Bretlandi?

[Anthony] Nei þeir eru oftast mjög svipaðir. Það sem gerir kvöldið öðruvísi er tónlistin og andrúmsloftið sem skapast á milli mín og fólksins á klúbbunum.

[jona] Eru einhverja nýjar útgáfur á leiðinni?

[Anthony] Ég er eins og er að vinna að nýrri smáskífu.

[jona] Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan tónlistina?

[Anthony] Mér finnst gaman að spila golf.
[jona] Hvað gerirðu í frítímanum þínum?

[Anthony] Hitti vinina eða slaka á heima eða spila golf.

[jona] Ertu á lausu?

[Anthony] Neibb.

[jona] Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár?

[Anthony] Vonandi í Ástralíu.

[jona] Ætlarðu sem sagt að flytja aftur til Ástralíu einn daginn?

[Anthony] Jább.

[jona] Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum við íslensku áheyrendurna áður en þú kemur á klakann?

[Anthony] Ég hlakka til að koma til Íslands og hitta ykkur öll!

[jona] Frábært, takk kærlega fyrir og sjáumst svo 6. október á Nasa!

[Anthony] Takk sömuleiðis. Sjáumst fljótlega!