Bacardi og Party Zone í samvinnu við Iceland Air og Rás 2 kynna:


Tiefschwarz
á afmælishátíð Party Zone
á Nasa 15.september

Þýsku tónlistarmennirnir og ofursnúðarnir, Tiefschwarz, eru í dag eitt alheitasta númerið í danstónlistarheiminum. Þeir komu hingað í fyrra og slógu eftirminnilega í gegn og var mál manna að ferskari plötusnúðar hafi ekki komið hingað lengi. Síðan þá hafa þeir skotist uppá stjörnuhimininn með stæl, spilandi á stærstu hátíðum og klúbbum heims og gáfu út hina marglofuðu breiðskífu Eat Books. Einnig eru þeir eftirsóttir sem “remixarar” og hafa þeir t.d. remixað Madonnu, Depeche Mode, Missy Elliot, The Rapture og Goldfrapp. Tiefschwarz er skipuð bræðrunum Basti og Ali og koma þeir frá Berlín þar sem hlutirnir hafa heldur betur verið að gerast undanfarin misseri. “Berlínarsándið” er sjóðandi heitt og nánast allir klúbbar og plötusnúðar undir miklum áhrifum frá því þessa dagana. Endurkoma Tiefschwarz hingað er eitthvað sem margir hafa verið að biða eftir.

Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, stendur fyrir komu þeirra eins og áður og spila þeir nú á afmælishátíð þáttarins á Nasa. Nasa mun hafa tvö dansgólf þetta kvöld þar sem fram munu koma ásamt Tiefschwarz, danski plötusnúðurinn Kasper Bjork, Alfons X+DJ Casanova, Jack Schidt (aka Margeir) og Óli Ofur. Party Zone lofar einni massívustu dansskemmtun ársins.

Styrktaraðliarnir sem gerðu þetta gerlegt eru Bacardi, G-Star búðin Laugavegi í samvinnu við Iceland Air. Fyrir ykkur sem viljið kanna menningar og næturlíf Berlínar er bent á að Flugleiðir hóf fyrr á þessu ári að fljúga til Berlínar í beinu áætlunarflugi á fimmtudögum og sunnudögum. Þær hafa mælst gríðarlega vel fyrir hjá fólki.
Nánar á
www.pz.is
www.myspace.com/tiefschwarz
www.myspace.com/mypartyzone

Verð:
1500 kr + 150 kr miðagjald í forsölu
Forsala í verslunum Skífunnar og á
www.midi.is
2000 kr um kvöldið