Ég stakk upp á því við Nathan Fake að það væri kannski gaman að koma hingað og halda tónleika, þar sem einhver hljómsveit em ætlaði að spila með mér (7oi) og Matthwew (sketches for albinos) komst ekki. Nú, hann tók því boði og ætlar að spila með okkur á Barnum, miðvikudagskvöldið 13. september og taka vin sinn Vincent Oliver með, sem sér um sjónrænu hliðina á tónleikunum (það er hlekkur hér fyrir neðan á heimasíðu bbc með myndbroti af tónleikum).
Ég veit ekki hvort hann sé nokkuð svakalega þekktur hér á landi, en hann er þó búinn að vera á túr um evrópu í kjölfar útgáfu plötu sinnar “Drowning in a sea of love”, sem fékk m.a. prýðisdóma á heimasíðu Pitchfork (annar hlekkur fyrir neðan). Hann ákvað svo að taka boði mínu um tónleikana og endar túrinn hér, á Barnum. Ekki slæm leið að enda tónleikaferð.
Einnig verða að spila sketches for albinos og \7oi. Hlekkir á síður þeirra og hljóðdæmi eru hér fyrir neðan.
Það kostar ekkert inn.

Einhverjir gagnlegir hlekkir um Nathan Fake:
http://www.nathanfake.co.uk/
http://www.bbc.co.uk/dna/collective/A10122968
http://pitchforkmedia.com/article/record_review/18001/Nathan_Fake_Drowning_in_a_Sea_of_Love

…og um sketches for albinos og \7oi:
http://www.myspace.com/sketchesforalbinos
http://www.myspace.com/7oi