Bacardi og Party Zone í samvinnu við Svarta Kortið kynna:


——————————————————————————–

Party Zone Sumar, Garðpartý
Á Hressó laugardagskvöldið 8.júlí, kl 21:30 - ??:??


Kap10Kurt (NYC) (Live)
Hermigervill (Live)
Gus Gus DJs
Jack Schidt (aka Margeir)
George Truly (SE)
Erlendur plötusnúður (aka Helgi Már)
Jonfri+Richard Cueallar.


——————————————————————————–

Party Zone SUMAR, Garðpartý á Hressó Laugardagskvöldið 8.júlí á Hressó. Nú er komið að því að halda gott iljandi sumarpartý og því tilvalið að velja til þess Hressó þar sem hann hefur þennan líka fína garð til að setja upp gott og hresst party undir berum himni. Ætlunin er að hefja gleðina kl 21:30 í garðinum og “dansa meira” frameftir kvöldi og allt til morguns. Allir að mæta með rave flautur og kúabjöllur og dansa undir berum himni fram á nótt með Bacardi í hönd.



Aðalnúmer kvöldsins er hin geggjaði Rave-Electro dúet Kap10Kurt frá New York borg. Einnig koma fram Hermigervill (live), GusGus Djs, Jack Schidt (aka Margeir), sænski plötusnúðurinn George Truly og síðan taka þeir Jonfri og Richard Cueallar (Rikki) saman lokasett kvöldsins.



Miðaverð í hurð er 1.000 kr,


Upphitun verður í Party Zone, dansþætti þjóðarinnar, á Rás 2 fyrr um kvöldið. Gefnir verða miðar, listamenn og snúðar kvöldsins koma í heimsókn.



Nánar:

Kap10Kurt – www.kap10kurt.com og http://myspace.com/kap10kurt (lesist eins og Kapteinn Kúrt)

Kap10Kurt spila að eigin sögn electro rubberfunk gameboy tónlist og er það nokkuð skondin og góð lýsing á tónlist þeirra. Mjög svo lifandi og skemmtileg sveit og eiga tónleikar þeirra víst að vera mikið stuð.
Þau hafa komið fram með listamönnum eins og The Presets, Miss Kittin og DJ Shadow og hann hefur stjórnað upptökum og remixað fyrir sveitir eins og Moby, Dave Gahan, The Bravery, Blueman Group og fleirum.



Hermigervill – www.hermigervill.is

Án efa ein skemmtilegasta eins manns sveit Íslands. Hermigervill sló eftirminnilega í gegn á síðustu Airwaves hátíð og á árslistakvöldi Party Zone á NASA og túraði svo landið ásamt Ampop og Rás 2 á þessu ári.
Hann lofar fullt af nýju efni og enn betri tónleikum en síðast!



George Truly – Gautaborg, Svíþjóð
Einn af helstu house snúðum Svía síðustu ár og átti og rak eigin plötubúð í Stokkhólm í mörg ár. Afar fjölbreyttur snúður sem á góðu kvöldi getur spilað allt frá Louie Vega yfir í Tiga og Trentemöller. Hann mun líklega starta kvöldinu og mun hafa sér við hlið bongótrommara til að koma fólki í rétta gírinn.



Biggi Veira – Gus Gus Djs – www.gusgus.com

Hann verður fulltrúi GusGus manna í garðveislunni og lofar hann að spila glænýtt GusGus stöff. Ýmisilegt athyglisvert í plötutöskunni hjá Veirunni.



Jack Schidt aka Margeir – www.margeir.com
Það þarf ekki að kynna einn þekktasta plötusnúð og partýhaldara landsins. Það er nóg um að vera hjá honum þessa dagana. Hann hefur spilað talsvert mikið erlendis, )Kaupmannahöfn, NYC og Króatíu). Hér heima spilar hann talsvert á Kaffibarnum þessa dagana ásamt því að nýverið stóð hann fyrir vel heppnuðu samkvæmi í Iðuhúsinu. Margeir hefur verið upptekin við að setja saman fyrsta diskinn í glænýrri safndiska seríu undir merkjum Bláa Lónsins, en það munu vera nokkrir dagar í að hann komi út. Líklegt verður að teljast að Kurt úr Kap10Kurt verði við hlið Margeirs í búrinu á einhverjum tímapunkti á kvölldinu.



Jonfri + Richard Cuellar – http://jonfri.dansspor.is/ og http://www.myspace.com/richardcuellar



Erlendur plötusnúður aka Helgi Már PZ – www.pz.is og http://profile.myspace.com/mypartyzone

Það er löngu tímabært að umsjónarmenn dansþáttar þjóðarinnar fari í búrið og gerist plötusnúðar.
Undir nafninu Erlendur plötusnúður hyggst Helgi Már PZ koma fram á völdum samkomum í sumar. Sett í anda þáttarins náttúrulega. Gott partý.