Flex Music í samstarfi við Corona slær upp allvöru íslensku klúbbakvöldi á þjóðhátíðardaginn sjálfann 17 júní !(laugardagskvöld)

upphaflega eins og flestir vita kannski, var búið að bóka súperplötusnúðinn Desyn Masiello , sem reyndar þurfti að aflýsa öllum giggum næstu 3 mánuði vegna veikinda…

mikið er búið að reyna að fá aðra plötusnúða til þess að hlaupa í skarðið, en þar sem þetta var afbókað með MJÖG stuttum fyrirvara þá var ákveðið að hafa frekar allvöru íslenskt kvöld, enda er þetta svokallað ,,prime time,, og allir þeir plötusnúðar sem skipta eitthverju máli eru full bókaðir á þessum tíma erlendis :)

fram koma:: fyrsta skipti hjá flex music akureyringurinn Leibbi sem hefur verið að spila í fjölda mörg ár og mun hann opna kvöldið og byrja á slaginu 23,00

eftir honum stíga svo á svið töffararnir í Funk Harmony Park sem gerðu allt vitlaust á klúbbakvöldi Flex Music 30 des síðastliðinn og einnig á Airwaves hátíðinni í haust! þeir verða með Live Show og visuasl líka! og eru víst með mikið af nýju efni sem verður frumflutt á Nasa þessu kvöldi

hápunktur kvöldsins er svo þegar Doninn sjálfur ,,Grétar G,, tekur svo völdin bak við spilarana, strax á eftir Funk Harmony Park og hefur hann látið það eftir sér að þetta kvöld (sem er jafnframt hanns seinasta kvöld í langan tíma) verði spilað eitt það rosalegasta DJ sett sem kallinn hefur komið frá sér! mikið af nýju efni í bland við gamla klassíkara! :)

þetta er svokallað Lokakvöld hjá Grétari G á klakanum (í óákveðinn tíma) þar sem hann er að flytja erlendis í hljóblöndunarnám ofl :)

komið verður upp stærra hlóðkerfi (sama kerfi og var komið upp fyrir Deep Dish ) þannig að þetta verður allvöru! corona sem er jafnframt aðalsponsor þessa kvölds sér til þess að miðaverð verður einungis 1000 kr og verða allir miðar seldir við hurð

sjáumst hress á þjóðhátíðardaginn 17 júní á nasa:)
Flex Music ///
———————-