LUKE SLATER @ NASA - 24. Maí 2006! LUKE SLATER @ NASA - 24. Maí 2006!

Aðalsvið, techno.is:

Luke Slater
Exos
Steinar A
Bjössi Brunahani

Efri hæð, breakbeak.is

Gunni Ewok
Dj Kalli
Dj Lelli

Húsið opnar kl 23.30
Forsala 1500 í 12tónum.
1900 við hurð.


Luke Slater hefur verið einn helsti frontur dans og raftónlistarsenu Bretlandseyja frá því snemma á tíunda áratugnum.
Eftir að hafa gefið út meira en 15 breiðskífur, 70 smáskífur og rúmlega 70 endurhljóðblandanir hefur Luke Slater orðið heimsfrægur fyrir verk sín og spilað út um allann heim, meðal annars á Íslandi en kappinn er að koma hingað í þriðja sinn. Hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Madonnu, Moby, Depeche Mode, Ken Ishii og Ballistic Brothers.
Luke Slater mun spila á Nasa við Austurvöll miðvikudaginn 24. maí en það er daginn fyrir Uppstigningardag sem telst rauður dagur. Ásamt Luke Slater koma fram Bjössi Brunahani, Steinar A og tónleikahaldarinn sjálfur, Exos en techno.is stendur fyrir þessari uppákomu.
Á efri hæð Nasa þetta kvöldið mun breakbeat.is sjá um taktinn með fastasnúðunum Gunna Ewok, Dj Kalla og Dj Lella. Forsala verður í 12tónum á Skólavörðustíg og kostar miðinn 1500 krónur.

Luke Slater fæddist þann 12.júní 1968 í Reading í Englandi en þar byrjaði hann að búa til tónlist sem unglingur. Ásamt píanóleik fekk hann fyrstu reynslu sína af tónlist sem trommari.
Seinna fékk hann áhuga á rafhljóðgerð
og hóf að gera tilraunir með sérkennileg hljóð á
öldruð hljomtæki föður síns.
Þannig uppgötvaði hann sci-fi hljóðheiminn sem er
óbundinn af takmörkunum hefðbundinna hljóðfæra
og þróaði hann þau áfram meðal annars með hinum
sögufræga Roland 808.


Í byrjun nínundaráratugarinns var raftónlistin sem slík að fæðast í veröld Luke Slater. Tónlistarstefnan hafði risið og vakið athygli meðal almenningins eftir hljómsveitir eins og Kraftwerk og Cabaret Voltaire höfðu komið upp á sjónarsviðið. Einnig rataði tónlist þessi afar vel inn á dansgólfin og varð vinsæl á klúbbunum sem ný tegund danstónlistar.
Þar með byrjaði Luke Slater að skilgreina sína eigin sýn á tónlist. Hann byrjaði með hinum ýmsum tækjum og tólum eins og Roland 808 og vann þetta með vini sínum sem sá um undirleik með trommum.
Þegar danstónlistarbylgjan reið yfir Bretland árið 1988, þá var Luke Slater einmitt í miðju hennar.
Hann var eftirsóknaverður plötusnúður á þessum tíma og spilaði blöndu af electro og acidhouse.
Ári síðar gaf hann út sína fyrstu plötu með vini sínum Alan Sage en þeir félagar unnu saman í virtri plötubúð sem bar nafnið JellyJam.
Eftir þetta var gatan greið fyrir Luke Slater í útgáfumálum því plötur hans hrönnuðust upp á mismunandi útgáfufyrirtækjum víðsvegar um Evrópu.
Luke Slater notaði mismunandi nöfn við þessar úgáfum eins og Clementine, Morganistic og Planetary Assault Systems. Með þessum leik varð Slater mjög snemma einn allra stærsti og virtasti technotónlistarmaður heimsinns og spilaði hann út um alla veröld til að fylgja útgáfum sínum eftir.
Loks skrifaði hann undir samning við risaútgáfuna Novamute í Bretlandi og gaf út breiðskífuna “FreakFunk” sem var að flestum talin besta techno plata ársins 1997.
Ári seinna ákvað Luke Slater að snúa sér að öruvísi tónum. Hann gaf út mun poppaðara efni sem féll mjög vel í kramið hjá almenningi með breiðskífunni “Wireless” og singullinn “All Exhale” kom út í kjölfarið.
“All Exhale” náði gríðarlegum vinsældum og var umtöluð sem ein besta dansútgáfa árins eftir að hafa ratað á nær alla árslista Bresku danstónlistarpressunar.

Luke Slater hélt áfram á þessari braut og gaf út nýja breiðskífu árið 2002 á plötuútgáfufyritækinu Mute sem hafði verið að gefa út tónlistarfólk eins og Nick Cave, Marilyn Manson vs. Goldfrapp og Depeche Mode svo eitthvað sé nefnt. Plötuna gerði hann í sameiningu við söngvarann Rick Barrow þar sem þeir léku á léttu nóturnar og sóttu gamla electro hljóðið heim og stíluðu á rætur og upphaf raftónlistarinnar.
Luke Slater er einmitt að undirbúa nýja breiðskífu á Mute og nýbúinn að koma upp sínu eigin útgáfufyritæki á laggirnar er ber nafnið “Mote Evolver”. Allan tímann hefur Luke Slater þó verið einn mest uppteknasti technoplötusnúður heims.
Hann gaf út safnplötu með sínum uppáhalds techno lögum sem hann kallaði “Fear And Loathing” og seldist hún grimmt út um allan heim.
Árið 2005 kom út “Fear And Loathing 2” sem inniheldur ferska danstónlist í þéttari kanntinum og er einmitt það sem Luke Slater ætlar að bjóða okkur íslendingunum upp á, miðvikudaginn 24.maí á Nasa við Austuruvöll.


http://exosmusic.com/
http://nasa.is/
http://www.lukeslater.com
http://www.luke-slater.de
http://www.discogs.com/artist/Luke+Slate