Techno.is

Techno.is er á fimmtudögum milli 22.00 til 00.00.
Á flass fm 104,5, einnig er hægt að hlusta á flass.net.

4.maí

Gestaplötusnúður þáttarins þetta kvöldið er enginn annar en einn fremmsti technogæðingur Spánar, Christian Varela en hann er vel þekktur í techno heiminum eftir að hafað spilað á stöðum eins og Love Parade (Berlin), The Awakenings (Holland), I Love Techno (Belgium), Techno Parade (Paris), Festimad (Madrid), Liberty One and Nature One (Germany).

Í seinni hlutanum verður spiluð upptaka frá því að reif hljómsvetin AJAX kom fram á nasa 3.mars og rifjaði upp gammla tíma. Það skal koma fram að Ajax kom ekki fram “live” heldur komu þeir fram með sérstakt dj set. Ajax mun samt sem áður spila live í haust árið 2006.



11.maí.

Oculus Dormans mun spila “ LIVE”!!!
Oculus Dormans er einn færasti techno tónlistarmaður þjóðarinnar en hann hefur verið búsettur í amsterdam og stundað nám í SAE Institute International. Hann hefur unnið tónlist með Exos og Thorhalli Skúlasyni og spilað töluvert á klúbbum í Amsterdam. Hann mun koma fram með heilt stúdío með sér þar sem hann notar hardware tæki og tól en það er orðið sjaldgæft sjón nú á dögum.
Tónlist Oculus Dormans er ótrúleg blanda af taktföstum techno tónum og öskrandi reifhljóðum þar sem bassinn er í fyrirrúmi. Ekki missa af Oculus Dormans með sitt LIVE SETT í techno.is á flass 104,5.

18.maí.

Gestasnúður kvöldsins verður LUKE SLATER sem spilar á nasa 24.maí í boði techno.is!
Gefnir erða miðar og kvöldið verður kynnt í bak og fyrir. Einnig mun Addi Exos klára þáttinn með eldheitu techno blaszti.


25. maí.

Spiluð verður upptakan af MARCO BAILEY á nasa 3.mars sem er tveggja tíma löng og er þetta þéttasta og jafnframt harðasta technosyrpa sem spiluð hefur verið á nasa til þessa. EKKI MISSA AF ÞESSU.