Techno.is er útvarpsþáttur sem er öll fimmtudagskvöld milli 22.00 og 00.00 á útvarpsstöðinni FLASS 104,5.
Einnig verða 2 aukaþættir laugardaganna 25. mars og 1 april.
Hægt er að hlusta á Flass 104,5 á netinu en slóðin er hér að neðan :

http://media.gagna.net/flass

Hér er dagskrá komandi þátta en von er á fullt af gestaplötusnúðum eins og sjá má ásamt ýmsum upplýsingum um djammið og gefin verða nöfn á gestalista fyrir heppna hlustendur.

Fimmtudagurinn 16.mars
Kl: 22 - 00

Upphitun fyrir Luke Vibertkvöldið á Nasa 17.mars.
Dj Steinar spilar ásamt Dj Exos og technotónlistamanninum Dj Gorbatsjov en sá síðarnefndi mun spila sína eigin tónlist og þykir toppa háar hæðir í techno heiminum.
Einnig heyrum við í erlendum kvennplötusnúð er ber nafnið Mary Jane og kemur frá Frakklandi en hún er búinn að spila út um allan heim.
www.djmaryjane.com

Fimmtudagurinn 23.mars.
Kl: 22 - 00

Erlendu plötusnúðarnir Dj Rebekah og Ludovic Vendi verða gestasnúðar þáttarins þetta kvöldið en þau spila electro house eins og það gerist best.
Rebekah kemur frá Bretlandi en hennar áhrifavaldar eru Derrick Carter og Dave Clarke.
Ludovic Vendi er einnig pródúser, kemur frá Frakklandi og hefur verið talsvert spilaður af köppum eins og Tiefschwarz, Tiga og John Dalback.
Einnig verður spilað nýtt efni frá plötuútgáfunni Recycled loops en hún er í eigu technorisanna UMEK og VALENTINO KANZYANI.
Exos klárar svo þáttinn með þéttari nótur.


Laugardagurinn 25.mars
kl: 21 - 23

Gus Gus plötusnúðarnir og snillingarnir Biggi Veira og President Bongo láta gamminn geysa í þættinum 23.mars en Gus Gus spilar Live á Nasa 25.mars ásamt Exos og Dj Margeiri. Gefnir verða miðar og lög af nýju Gus Gus plötunni verða spiluð.


Fimmtudagurinn 30.mars
kl: 22 - 00

Bjössi Brunahani verður gestaplötusnúður ásamt ofurhetjunni Óla Ofur en þeir spila á Grandrokk laugardagskvöldið 1.april með Exos og fleirum.

Laugardagurinn 1.April

Exos sér um brjálaða upphitun fyrir Techno.is sem verður með heljarinar dagskrá á Grandrokk sama kvöld.
Spiluð verður upptaka frá því þegar Exos kom fram á Tresor klúbbnum í Berlín um árið.
Einnig kemur Dj Richard Cuellar í þáttinn og spilar af fingrum fram en hann mun verða einn af þeim sem koma fram á Grandrokk um kvöldið. Gefinn verða nöfn á gestalista svo ekki klikka á þessum þætti.

www.techno.is
www.exosmusic.com

VERIÐ STILLLLT !!!