PartyZone og Hr. Örlygur

í samvinnu við Bacaardi Breezer kynna:



súpersnúðinn TIMO MAAS
á NASA við Austurvöll, föstudagskvöldið 24.febrúar

Aðalhæð: TIMO MAAS, Grétar G og DJ Casanova

Efri hæð: Rikki og Ingvi


Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar, Timo Maas, heimsækir Reykjavík föstudagskvöldið 24. febrúar og treður upp á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll. Þetta er í annað sinn sem kappinn kemur hingað til lands, en fyrir rúmum fjórum árum spilaði hann á eftirminnilegu PartyZone kvöldi á Gauknum sem margir telja með bestu klúbbakvöldum sem haldin hafa verið hérlendis. Timo Maas er einn vinsælasti plötusnúður heims í dag og er vanur að spila á öllum þekktustu næturklúbbum heims og tónlistarhátíðum eins og Glastonbury og Reading fyrir allt að 60.000 manns. Sem tónlistarmaður hefur hann gert tvær breiðskífur þar sem hann hefur uknnið með tónlistarmönnum á borð við Kelis, Nenh Cherry og Brian Molko söngvara Placebo. Hann hefur einnig remixað listamenn á borð við Madonnu, Depeche Mode, Jamiroquai, Moby, Fatboy Slim og Tori Amos.



Forsala hefst 16.feb á midi.is og í verslunum Skífunnar. Ath.takmarkað miðamagn í forsölu. Forsöluverð er 1500 kr, annars 1900 kr um kvöldið.



Kvöldið hefst með fordrykk á efrihæð í boði Bacardi Breezer undir tónum Rikka og Ingva kl 23:00.