Max Graham > bio > á viltu klúbbakvöldi á Nasa 3. Feb Hinn 35 ára breski tónlistarmaður og umboðsmaður, Max Graham ætlar að kíkja á klakann til okkar þann 3. Febrúar næst komandi.

Um er að ræða brjálað klúbbakvöld í boði Flex Music, sem haldið verður á NASA og ætlar Grétar G., Dj Danni og leynigestur að sjá um upphitunina.

En nokkur orð um kappann, eins og fyrr sagði hafði hann sínar upprunalegu rætur að rekja til Bretlands, en hefur hann búið víðs vegar, eins og á spáni, í New York og Los Angeles áður en hann fluttist svo til Kanada árið 1989 þar sem hann hefur búið síðan.

Hann byrjaði að snúa skífum fyrst árið 1986 aðeins 15 ára gamall, byrjaði sem scratch/hip-hop dj en hallaðist svo flótt að ‘house’ tónlistarstefnunni en þá var hún að ganga í gegnum hálfgert endurreisnartímabil.

Í kringum árið 1992 varð Graham undir áhrifum BT og Underworld en það var á þeim tíma þegar ‘Progressive house’ stefnan var að taka sín fyrstu spor.
Hann varð síðan hugfanginn af Dj eins og Paul Oakenfold og Sasha (sem einmitt kemur líka á klakann þann 12. apríl þökk sé Felx music!) og ákvað að útbreiða þeirra tónum yfir Kanada. Þrátt fyrir að ‘trance’ var byrjað að flæða yfir Evrópu voru aðeins fáir Dj-ar sem spiluðu þá tónlist í Kanada. Svo varð hann fljótt vinsæll þar.
Innan nokkurra mánaða var hann og félagar hans búnir að koma sér upp sínu eigin klúbbakvöldi, sem leiddi svo til opnuns hins sögulega ‘Atomic’ næturklúbbs. Hin vikulegu 6 klst sett hans Grahams voru orðin miðpunktur kanadískra klúbbakvölda.

Árið 2000 byrjaði Graham svo að framleiða sína eigin tónlist, hans fyrstu ‘hittarar’ voru “Airtight” og “Tell you” sem hjálpuðu honum að verða vel þekkur um allan heim, og leiddi svo til þess að hann var beðinn um að remixa hina sívinsælu ‘Transport’ seríu árið 2001. Heimstúr fylgdi í kjölfarið sem auk enn vinsældir hans og varð hann valinn 23. besti Dj ársins 2001 í Top100 frá the ‘Dj-Magazine’og skoraði þar efst meðal nýliða.

Eftir að vera búinn að túra í tvö löng ár tók Graham sér svo frí en snéri svo aftur árið 2004 og gaf þá út dans hittarann “Owner of a Loneley Heart” sem sló í gegn um allan heim og komst inná topp 10 sæti breska smáskífu listans og topp 30 listann hjá ‘Australian Recording Industry Association’.

En já kallinn ætlar að koma og heimsækja Ísland og mæli ég með að við tökum vel á móti honum og fyllum Nasa föstudagskvöldið 3. Febrúar næstkomandi!