Mér fynnst allir svo dauðir hérna, svo ég ákvað að skrifa grein um snilling nokkurn er nefnist Steve Lawler.

Lawler er 27 ára gamall plötusnúður frá Englandi. Hann fæddist í úthverfum Birmingham og byrjaði að snú plötum 15 ára gamall. Hann reyndi ítrekað að koma sér á framfæri en fannst hann aldrei fá hana athygli sem hann verðskuldaði, og var farinn að huxa um að hætta 1996, en gerði það sem betur fer ekki.

Síðan fór fólk að taka eftir þessum gaur, sem var að spila dökka hús tónlist, og svo fékk hann inn hjá ofurklúbbnum Cream, sem eru að fara að halda kvöld á Thomsen á föstudaginn, sem verður eflaust brjálað, og Lawler var fastagestur á Cream kvöldum hér og þar.

Tónlistin sem þessi gaur spilar er eins og ég sagði áðan, sona dökkt hús, “dark tribal house”, semsé, dáleiðandi taktur með innskotnum baneitruðum trommum!

Eftir að hann skaust upp á stjörnuhimininn sem einn af betri snúðum Bretlands hefur hann verið fenginn til að mixa meðal annars Nu-Breed disk og síðan Dark Drums, og Dark Drums 2.

Ég mæli eindregið með þessum gaur ef þú ert að fýla það sem Tenaglia, Emerson, Peace Division og fleiri hafa verið að gera undanfarið.

Gæti verið góð hugmynd að fá sér audiogalaxy (www.audiogalaxy.com) og sækja live mix syrpur með honum, og ákveða síðan hvort þig langi í plöturnar hans.

transparency dancin' baby!

jonfri_