Á eftir DJ Bjössa var DJ Reynir settur í viðtalsdálkinn og tékkuðum við á í hvernig skapi kappinn var í.

-

Nafn:Reynir (DJ Reynir)

Aldur: 22

Staðsetning: Reykjavík

Staða: 5-0 fyrir mér

Tónlistastefna: Drum & Bass / Breakbeat

Sá besti í bransanum: Dillinja, Marcus Intalex, Future Cut + fleiri góðir guttar

Klúbbastefnan á Íslandi: Kaffihúsamenning dauðans að gleypa allt og alla en vonandi fer þetta batnandi!

Þjóðfélagið tónlistalega séð: Þetta er aðeins að opnast meira, fólk er ekki alveg eins lokað og það var áður, mikið af stefnum í gangi

Er markaður fyrir harða danstónlist: Engin spurning, það verður að hafa smá hörku í þessu! Notaru smjörlíki til þess að negla nagla? Ekki ég… :)

Besti klúbbur sem þú hefur spilað á: Rósenberg & Thomsen

Mögnuðustu kvöldin: Mörg kvöld, lokakvöld Rósenberg með Matrix, Breakbeat.is kvöldin rokkar að sjálfsögðu feitast… Ed Rush á 22, Dj Skitz & Roots Manuva á Rósenberg og að sjálfsögðu 150+ með Bjössa 1.Maí sem var alveg óóótrúlegt kvöld!

Stærstu nöfnin sem þú hefur spilað með: phew!… nokkuð margir… en það má nefna Ed Rush, J-Majik, Future Cut, Marcus Intalex, Roots Manuva, DJ Skitz, Proppellerheads, Fierce, Nico, A-Sides, Kontrol, Bryan G, Dom & Roland, DJ Lee, Boymerang.. ofl ofl…

Hvað áttu mörg ár eftir sem DJ: Hver veit, það kemur alveg í ljós, en ég er ekki hættur alveg strax…:)

Lokaorð: Viðsnúningur og rúúúust!!