Marcus Intalex & St Files- Love & Happiness/Dreamworld
-
Það er eins og þessir félagar séu frá einhverri annarri plánetu en við hin. Bókstaflega allt sem þeir Intalex og ST gera er alveg ótrúlegt. Bæði þessi lög hafa verið á dubplate í þó nokkurn tíma og því kominn tími á almenna útgáfu. Þetta eru töluvert ólík lög, en hvort öðru betra samt sem áður. “Love & Happiness” er í mýkri kantinum, en samt sérlega dansvænt, á meðan “Dreamworld” er mikið stemingslag með flottum takti og á eftir að valda miklum usla í íslensku senunni.
Skyldukaup nr. 1, 2 og 3. -Kristinn-

PISH POSH - INDOORSTORM (RAWKUTS)
Bandaríski drum & bass tónlistarmaðurinn Pish Posh er hér á ferð með þrettán laga harðnagla sem hliðarútgáfa hipp hopp risans Rawkus Records, Rawkuts, gefur út. Það er því miður fátt um fína drætti á plötunni, sem þó heldur úti ágætis krafti og harðneskju. Þeir sem eru að fíla hart og pumpandi teknó jungle, í ætt við það sem kemur frá Renegade Hardware útgáfunni, ættu að gefa Indoorstorm sjens…en þá verða þeir líka að sætta sig við MC Posi-D sem rappar yfir flest lög plötunnar. Indoorstorm virkar eflaust vel á einhverja kana sem ekki hafa kynnst drum & bass tónlistinni almennilega…en af hverju ættum við hin að kaupa amerískt drum & bass frá einhverjum Pish Posh? –<b>EÁ</b>-