Northbeatz Audio Northbeatz Audio er frekar nýleg og grjóthörð “hardtechno” útgáfa sem hefur það markmið að gefa út unga og efnilega techno tónlistamenn sem eru í harðari kanntinum.
Útgáfa þessi leitar uppi hæfileikaríka og jafnframt lítt þekkta flytjendur með metnaðinn í fyrirúmi sem allir eiga það sameiginlegt að búa til tónlistarform sem er kennt við Schranz eða hardtechno.
Þessi tónlistarstefna er þá vinsælust í Þýskalandi en teigir anga sína um allan heim og er einskonar bein þróun frá harðri og beinskeyttri technotónlist sem er oft á tíðum með svo hart hljóð að það er hreinlega skaddað eða eyðilagt. Útkoman er oft gríðarlega kraftmikil orkubomba sem á engan sig líka en hljómar varla sem tónlist fyrir suma hverja heldur frekar urmull af einkennilegum hljóðum sem mynda þó krassandi og kraftmikkla heild.
Þetta er einmitt stefna Northbeatz audio en þeir eru með öfluga heimasíðu : http://northbeatz-audio.de/.

Þar er að finna upplýsingar um tónlistarmenn útgáfunar ásamt mp3 verlsun og fréttum af nýjum útgáfum.
Nú eru þegar kommnar út þrjár plötur frá northbeatz audio og hljóma þær allar með eindæmum vel, ekkta hardtechno - schranz stefna sem inniheldur tæting og trylling og verður spennandi að fylgjast með þessari útgáfu í framtíðinni.
Fyrsta platan er með Brian Sanhaji og heitir Lack of Oxygen EP. Því næst var það Timo Benz með The Ecolution EP en nú var
Northbeatz að gefa út þá nýjustu, Sascha Müller og er það platan Toxic Action.
Sascha Müller byrjaði feril sinn 1990 en hann var undir áhrifum frá Kraftwerk, Tangerine dream og Sven Vath. Sascha Müller notar þá bæði software og hardware við tónsköpun sína og hefur spilað víða í evrópu þar á meðal á Love Parade og Thunderdome.