James Zabiela á NASA 24. Júní. Ég tók að mér að ræna þessari frábæru frétt af vef PartyZone, www.pz.is

Vildi ég óska að ég gæti verið viðstaddur, en verð þess í stað að fylgjast með fréttum af kvöldinu í staðinn.

-

Dansþáttur Þjóðarinnar og Destiny munu að öllum líkindum standa að risakvöldi á NASA 24.júní næst komandi. Það er enska nýstirnið James Zabiela, stundum nefndur hægri hönd Sasha, sem mun koma fram ásamt íslenskum artistum.
Þetta bar fljótt að og mun formleg tilkynning koma strax eftir helgina.


Nánar um James Zabiela:

James Zabiela frá Southhampton í Englandi. Pabbi hans vann í plötubúð og kom reglulega heim með ferskann acid house og techno vínyl þegar James var snáði.

James tók þátt í Muzik Magazine ‘best bedroom dj’ keppninni árið 2001 og segir sagan að Sasha hafi heyrt mixið inn á skrifstofu Muzik Mag, og hringt samstundis í kappann og boðið honum að koma að spila með sér næstu helgi. Zabiela er nú á mála hjá DJ umboðskifstofunni hans Sasha, Excession - ásamt stórstjörnum á borð við Desyn Masiello, Steve Lawler, King Unique, Nick Warren, Hybrid og fleirum.

Tæknilega er engin færari en James. Pioneer setur engin dj tól á markað fyrr en James hefur skroppið til Japans og prófað þau í bak og fyrir. Hann á eitt heitasta lagið um þessar mundir, ‘Robophobia’ sem er nýkomið út. Hann gaf út mixdiskin ‘ALiVE’ hjá Renaissance útgáfunni í fyrra, sannkallaður eðalgripur þar á ferð. Sá diskur gekk það vel að hann er að gefa út nýjann mixdisk hjá Renaisance 20. júní næstkomandi sem heitir ‘Utilities’ og hefur þegar hlotið mikið lof frá bresku danstónlistarpressunni.

Zabiela er að spila á stæðstu klúbbum veraldar, allt frá Womb í Japan til Pacha í Buenos Aires, Zouk í Singapúr til Space á Ibiza… og það er/væri afar hressandi að hann skuli vera á leiðinni.

-

Þið sjáið, að þetta er enginn smá plötusnúður og mæli ég með að fólk tékki á þessu vidjói, sem góður drengur og enn betri snúður hann jónfrí gróf upp á sínum tíma:

http://www.jameszabiela.co.uk/gallery/sweden/mondaybar.wmv