PARTYZONE Í KVÖLD! Bjössi & Aldís. Ég mæli eindregið fyrir þá sem hafa gaman af góðri danstónlist, finnst gaman að bömpa á laugardagskvöldi og finna fyrir húðinni rísa að tékka á Rás2 í kvöld. Einn fremsti snúður þjóðarinnar mun þeyta, ásamt DJ Aldísi sem er að stíga sín fyrstu skref í PZ.

Þetta er bara “must-hear” þáttur þar sem ekkert, er engin fyrirstaða.. aldrei.. nokkurntímann. Held ég.

Tekið af vefsetri þáttarins:

“Það verða 2 plötusnúðar hjá okkur á laugardaginn en þau Bjössi og Aldís mæta til okkar og ætla að hita upp fyrir kvöldið með Thomas P. Heckmann á Gauknum þann 3. júní.
Það er óþarfi að kynna Bjössa fyrir Party Zone hlustendum enda búinn að spila hjá okkur oft og mörgum sinnum á undanförnum árum. Aldís er hins vegar að spila hjá okkur í fyrsta skipti og verður spennandi að heyra í henni.”
- www.pz.is

Tekið af raftónlist á huga:

“Party Zone 28 Maí!

Bjössi Brunahani
og Dj Aldís
á rás 2 í þættinum
Party Zone


Bjössi Brunahani og Dj Aldís standa fyrir blússandi siglingu laugardagskvöldið 28. maí í útvarpsþættinum Party Zone á rás 2!

Bjössi Brunahani er einn af ástsælustu plötusnúðum þjóðarinnar en hefur hann legið huldu höfði um nokkurt skeið í plötusnúðamennskunni.
Heimsókn kappans í Party Zone mun vera frábært ”comeback“ og góð upphitun fyrir Thomas P heckman kvöldið á
Gauknum 3.júní en þar mun Brunahaninn einnig láta gamminn geysa!

Ásamt honum mun Dj Aldís spila í fyrsta sinn í þættinum en stelpan mun einnig koma fram á Gauknum 3 júní.
Dj Aldís er bundin yfir mikklum hæfileikum á bakvið spilaranna en hún sló heldur betur í gegn á opnunarkvöldi www.techno.is sem haldið var á Grandrokk!

Fylgist vel með þessum frábæru plötusnúðum sem eru þekktir fyrir danstónlist í þéttari kanntinum eða eins og maður segir á góðri íslensku, ”hardgrooving techno“.

Einnig verða gefin nöfn á gestalista fyrir Thomas P Heckman kvöldið 3.júni í þættinum 28 maí svo fylgist vel með!”


www.pz.is
www.techno.is
www.exosmusic.com

-

Ekki klikka á þessu!