Þruman kynnir: Dave Clarke á NASA 15. maí Technogoðið David Clarke eða Dave Clarke er væntanlegur til landsins þann 15. maí til að spila á skemmtistaðnum NASA.

Þetta er í 3. heimsókn hans til landsins og búast má við húsfylli á NASA þann 15. maí.

Clarke sem er fæddur og uppalinn í Brighton tollaði ekki vel í námi þrátt fyrir að hafa mælst með 154 í greindavísitölu! Árið 1988 spilaði hann í fyrsta skipti utan Bretlands eða á Richters klúbbnum í Amsterdam og þar hófst ævintýri þessa ótrúlega plötusnúðs sem stendur svo sannarlega undir lýsingarorðinu bestur. Dave Clarke er goðsögn í Technoheiminum alveg frá Ríó í Brasilíu til Reykjavíkur á Íslandi. Árið 1994 gaf Clarke út Red 1 sem með tímanum hefur orðið að einu allra stærsta Techno lagi alla tíma. Í kjölfarið fylgdu Red 2 og Red 3 sem fullkomnuðu þessa heilögu Techno þrenningu. Árið 1996 gaf hann svo út sína fyrstu breiðskífu, Archive one sem innihélt meðal annars öll Red lögin ásamt nokkrum nýjum lögum. Til gamans má geta stendur “Archive one” á óteljandi tungumálum innan í CD hulstrinu og ef glöggt er að gáð stendur einmitt “skjalasafn eitt” inn í hulstrinu á Archive one plötunni… Merkiegt nokk!

Plötusnúðarnir DJ Grétar og DJ Danni munu sjá um að hita upp fyrir kappann og er miðaverð aðeins 1500 í forsölu og 2000 við dyr. Forslan hefst í þrumunni, laugavegi 69 í næstu viku.

Í næsta mánuði kemur svo út nýr mixdiskur með kappanum, World Service 2, en fyrri diskurinn sló í ærlega í gegn á sínum tíma. Það er ekki að búast við öðru en að WS2 muni gera það sama… Enda er Dave Clarke bestur… ;)