Thomas P. Heckman á Gauknum 3.Júni ! Thomas P. Heckman

Thomas P. Heckman frá Þýskalandi hefur verið þekktur í danstónlistarheiminum allar
götur síðan 1991.
Hann hefur spilað út um allan heim,í löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Bretlandi,
Sviss, Austuríki, Frakklandi og fleirum.

Hann hefur starfað undir fjölmörgum nöfnum og má þar
nefna Exit 100, Age, Drax, Silent Breed og Electro
Nation. Hann hefur gefið út hjá morgum
útgáfum, má þar nefna meðal annars Force Inc, Djax-Up-Beats og hans eigin Trope Records.
Fullt af lögum hans hafa orðið vinsæl. Þekktasta
lag hans er samt án vafa Amphetamine, sem hann gaf út undir nafninu Drax. Lagið náði mikklum vinsældum og var meðal annars notað á F.A.C.T geisladiskinn sem var blandaður af Carl Cox.
Lagið varð strax “anthem” í augum allra aðdáenda harðrar Techno og
Trance tónlistar og hefur verið það síðan.
Hann hefur alla tíð verið trúr Techno stefnunni, þrátt fyrir að hafa unnið með mönnum eins og
Carlos Peron (sem stofnaði hljómsveitina YELLO).
Thomas P Heckman hefur verið tíður gestur á vinsældarlistum í danstónlistargeiranum alveg frá því að hann byrjaði að semja en fyrsta plata kappans var plata mánaðarins í melody maker á sinum tíma(1991).
Síðan þá hefur maðurinn verið hreint út sagt óstöðvandi í útgáfumálum og skífuþeytingum og spilar á Íslandi þriðja júni.



Heimasidan www.techno.is kynnir sem sagt dansveislu á Gauknum föstudaginn 3.júni ásamt Exos, Bjössa Brunahana, Dj Aldísi og Hermigervil sem mun koma fram 100% lifandi eins og honum er einum lagið.

Techno.is kynnir :

Thomas P. Heckman
Bjössi Brunahani
Exos & Dj Aldís
Hermigervill (Live)

Gaukurinn 03/06/2005
1000 kr. inn!



www.techno.is
www.troperecordings.de
www.discogs.com/artist/Drax
www.exosmusic.com



Endilega hlustið á lagið Amphetamine með Thomas P Heckman með því að downloada eftirfarandi link :
http://host.tekkno-sweden.se/exos/Drax_ltd_2_-_Amphetamine.mp3