Það fór nokkuð vel framhjá mér að chemical bræðurnir voru að gefa út nýjan disk núna í lok janúar en ég rakst á hann nú fyrir tilviljun. Reyndar hefur fyrsti singull plötunar verið nokkuð í spilun í sjónvarpinu ( Galvanize ) en ég bjóst við einhvers konar samstarfi þeirra og q-tip sem myndi enda með einu lagi, en ekki full album af þeirra hálfu.
Ég verð að segja að ég er mikill aðdáendi the chemz og auðvitað mikil tilhlökkun þegar um nýjan disk er að ræða frá þessum snillingum, en einnig smá efablendin tilhlökkun þar sem seinasta plata þeirra (come with us) var af mörgum talin mikið flopp. Einnig það nýjasta á undan þessari plötu; lögin golden path og get yourself high sem komu út á best of disknum þeirra voru svona í meðallagi og sumir farnir að efast um ágæti chemical brothers.

jæja, nú skal segja aðeins frá disknum nýja; Push the button gefinn út 25.01.05.
Það má ekki dæma verkið út frá byrjunarlaginu Galvanize og jafnframt fyrsta singul plötunnar. Að mínu mati er það veikasti hlekkurinn þó að það sé langt því frá lélegt lag. Q-tip rappar yfir skrítnu austurlensku string sampli og útkoman fín. Það sem eftir kemur er svo fjölbreytt og ferskt, í laginu the boxer endurnýja chemical brothers samstarf sitt við Tim Burgess á góðan máta. Hann söng life is sweet, eftirminnilegt lag og með því betra sem komið hefur frá chemical bros.
og platan verður bara betri og betri… Believe kemur næst, allveg eðal klúbbalag með söngvaranum Kele Okereke.
Austulenska sándið dettur inn aftur í Hold tight london og gamla block rockin big beatið kemur fram í come inside, bæði mjög flott lög.
Left Right hleypir hiphopinu aftur inn á plötuna og þeir skila því frá sér á sinn eigin hátt, mjög svallt lag.
close youre eyes er rólega lag plötunnar en svo hleypa þeir austurlenska sándinu inn í þriðja skipti í shake brake bounce. Það heldur áfram í Marvo ging en platan endar á skemmtilegu lagi, surface to air sem minnir mig mjög á þessar rokk - diskó sveitir sem eru vinsælar í dag; Franz Ferdinand, the strokes, en blandað við þeirra eigin sánd. minnir nokkuð á golden path en hér tekst þeim betur upp.

Það er ekki allveg hægt að bera þennan disk við þá gömlu, dig youre own hole var að mínu mati toppurinn hjá þeim en á push the button eru öðruvísi og nýjar pælingar.
Diskurinn er ferskur og flottur, mjög ánægjulegt að Chemical brothers eru ekki allveg búnir að missa tökin. Þetta er skref í rétta átt frá come with us sem ég hef aldrei náð að fíla.