Já ég hálf skammast mín að hafa ekki sagt ykkur frá þessum þætti fyrr.
Þátturinn er á mánaðarfresti og hefur verið í gangi síðustu 7 mánuði.
Hann kallast the split show og er stjórnað af tribal techno dýrlingnum Ben sims ásamt the pumping jackmaster, Chris Finke. Þeir sjá einnig um mánaðarleg kvöld sem þeir kalla split og næsta laugardag fá þeir einmitt kappa á borð við Derrick May og ANDY WEATHERALL til að sjá um veisluna en það er önnur saga.

Þessir þættir eru 3 heilir tímar af ópoppaðri, hreinræktaðari underground danstónlist, laus við allan aukaefnabrag, sem sagt : orginal techno : orginal tech house, orginal shit !

Kapparnir fá gesta snúða á borð við :
DJ Surgeon, Mark Broom og Chris Liebing.
Þeir frumflytja lög eftir menn eins og Carl Craig,
SMITH & SELWAY og Adam Beyer. Einnig eru þeir með topp lista og það að hlusta á þennan þátt setur mann vel settur í hardgroove dancemusic geirann.

Hér að neðan getið þið sett ykkur í stellingar og kíkt betur á þetta allt saman :

http://www.splitmusic.net/
http://www.splitmusic.net/radiolist.asp
www.retro-vert.com
www.exosmusic.com
www.web-records.com
www.discogs.com