Klute á Árslistakvöldi Breakbeat.is 2004 Árslistakvöld Breakbeat.is fyrir árið 2004 verður haldið með pompi og prakt laugardaginn 22. janúar næstkomandi á hinum glæsilega skemmistað Leikhúskjallaranum. Sérstakur heiðursgestur á kvöldinu verður enginn annar en listamaðurinn og plötusnúðurinn Tom Withers, betur þekktur sem Klute, en hann er á leið til landsins i hvorki meira né minna en fjórða skipti enda Íslandsvinur með stórum staf. Heimsókn Klute verður ekki einungis í tilefni árslista Breakbeat.is því nú nýverið kom út fjórða breiðskífa kappans, “No One's Listening Anymore” og hefur hún hlotið vægast sagt frábærar undirtektir.

Klute þarf vart að kynna fyrir íslenskum junglistum, flestir ef ekki allir vita af hæfileikum hans í stúdíóinu og bakvið spilarana. Hann hefur gefið út hjá fjölmörgum af stóru plötuútgáfufyrirtækjunum í bransanum eins og Metalheadz, 31 Records, Violence og Certificate 18 auk þess sem hann á og rekur gæðaútgáfuna Commercial Suicide. Klute hefur unnið með mönnum eins og Marcus Intalex, Calibre og John Tejada og endurhljóðblandað lög eftir High Contrast, D.Kay, Hive, Concord Dawn, Mogwai, Lamb, og fleiri.

“No One's Listening Anymore” er eins og áður sagði fjórða breiðskífa Klute, en áður hafði hann gefið út breiðskífurnar “Lie, Cheat & Steal” árið 2003 á Commercial Suicide og “Fear Of People” (2000) og “Casual Bodies” (1998) á Certificate 18.

Klute mun snúa skífum fram á rauða nótt eftir að árslistinn verður kynntur í beinni útsendingu á X-inu 977 af fastasnúðum Breakbeat.is, þeim Kalla, Lella og Gunna Ewok. Húsið opnar kl. 23, aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur, aldurstakmark 20 ár og við minnum fólk á að koma með skilríki.

Breakbeat.is vill að lokum minna á að þú getur haft áhrif á árslistann! Sendu þinn lista með bestu lögunum, breiðskífunum og djömmunum á arslisti@breakbeat.is fyrir 15. janúar næstkomandi.