Djöfull er þetta frábært! Ég pantaði mér þrjár plötur frá Birmingham, Englandi.

Þær kostuðu 18.70 pund. Virðisaukaskatturinn var dreginn frá vegna þess að Ísland er ekki í Evrópusambandinu.

Sendingarkostnaðurinn var 18.43 pund. Í íslenskum krónum reiknar tollurinn þetta samtals sem 4.828,- kr.

Til að ég geti leyst þetta út þarf ég að borga virðisaukaskatt af plötunum og sendingarkostnaðnum! Hvaða rugl er það að ég þurfi að borga virðisaukaskatt á Íslandi af breskum sendingarkostnaði!

Ég þarf ekki bara að borga vsk, ég þarf líka að borga einhvern flutningskostnað, 1.830,- krónur, get ekki séð hvaðan sú upphæð er komin. Svo er vátrygging 66 kall.

Tollverðið er semsé skráð hérna 6.725,- kr.

Þá förum við að reikna hvað Nonni á að borga ykkur mikið fyrir að fá að fara með plöturnar sínar heim og hlusta á þær. Athugið að allar prósentur eru reiknaðar af þessari 6.725 tölu en ekki þessum 18.7 pundum sem plöturnar kosta í alvörunni.

10% tollur, 673,- krónur súrt að þetta skyldi námundast svona. Virðisaukaskattur 24,5% (athygli er vakin á því að virðisaukaskattur á tónlist á íslandi er 24,5%) 1.813,- kr þannig að aðflutningsgjöld alls eru 2.483,- krónur.

Svo borga ég 1.406 kall fyrir tollskýrslugerð, 250 fyrir tollmeðferðargjald þannig að þetta er samtals svona 4.142,- kr.

Nei bíðiði aðeins! Svo er lagður virðisaukaskattur á tollskýrslugerðina 344 krónur, þannig að loka summan er:

4.486,- kr

Tæplega tvöföld sú upphæð sem plöturnar kostuðu,,,