Hvenær fara þessir snillingar eiginlega að koma hingað spyr ég bara!? Fyrir utan það að vera eitt langflottasta band í sögu raftónlistar eru showin með því rosalegra sem gerist. Og myndu með 176% vissu falla svo vel í landann að sæluvíman myndi ekki renna af þeim fyrr en nokkrum öldum seinna! Ég vonast til að sem flestir séu sammála mér í því að þrýsta á íslenska tónleikahaldara að fá félagana Sir Tom Rowlands og Sir Ed Simons til klettsins í norðri!! :)