Dave Clarke á Íslandi ! Þessi grein er birt með góðfúslegu leyfi reykjavik.com
-
Einn stærsti teknó tónlistarmaður og plötusnúður heims, Dave Clarke, mun spila í Reykjavík laugardagskvöldið 21. apríl. Tilefnið er heimsreisa kappans í tengslum við nýja plötu, World Service, sem kemur í verlanir um miðjan maí mánuð. Það er Rými hópurinn sem sem stendur fyrir komu kappans til landsins og mun hann troða upp á Gauk á Stöng .

Dave Clarke hóf tónlistarferil sinn sem plötusnúður við miðan níunda áratuginn og fór síðan í gegnum acid house og rave tímabilin bæði sem tónlistarmaður og plötusnúður. Þegar tók að líða á tíunda áratuginn, og rave bylgjan hjaðnaði, fór Dave að snúa sér að teknó tónlistinni og hafði mikil áhrif á það tónlistarform með Red úgáfuseríunni (sem samanstóð af Red one, Red two og Red three) á árunum 1995-96. Í kjölfar þeirra skrifaði hann undir plötusamning hjá Deconstruction útgáfunni og gaf út sína fyrstu breiðskífu, Archive 1, árið 1996.

Síðan Archive 1 kom út fyrir fimm árum hefur Dave að mestu einbeitt sér að ferli sínum sem plötusnúður. Auk þess að spila á næturklúbbum og tónlistarhátíðum út um allan heim, þar sem hann ferðast um 800.000 mílur árlega, hefur hann sett saman safnplötur sem hafa hlotið mikið lof. Má þar nefna Electro Boogie 1 og 2, Eurobeat 2000 og Fuse presents Dave Clarke. Dave hefur einnig gefið sér tíma til að gefa út nokkrar smáskífur og að remixa listamenn á borð við U2, Moby, Chemical Brothers, Underworld, New Order, Super Furry Animals, Death in Vegas, Dave Angel, Laurent Garnier, Inner City og Leftfield. Dave Clarke remixar einnig nýtt smáskífulag Depeche Mode “Dream One” sem er að verða eitt vinsælasta lagið hérlendis.

Dave Clarke er mikil tækni-frík og mikið fyrir tölvur, internetið, hátæknigræjur og hraðskriða sportbíla. Hann útvarpar sínum eigin útvarpsþætti, Technology, í gegnum netið á Daveclarke.com og síðasta smáskífulag hans “Before I was so rudely Interupted” átti upphaflega aðeins að vera aðgengilegt á netinu…en í kjölfar mikillar eftirspurnar var það einnig gefíð út í takmörkuðu upplagi, 10.000 vínil skífum, í raunheimum sem seldust upp á svipstundu.

Rými #6 með Dave Clarke á Gauknum hefst klukkan 23:00!

-

Eins og við sjáum eru Eldar og félagar í #Rými að gera allt til þess að við djammþyrstir Íslendingar skemmtum okkur vel á skemmtistöðum borgarinnar. Big up fyrir þeim!