Breski tónlistamaðurinn Dom & Roland mun mun herja á Ísland í þriðja sinn laugardaginn 4. september næstkomandi og spila á skemmtistaðnum Gauk á Stöng á vegum Breakbeat.is. Dom hefur verið að í tónlistinni í áratug og hefur haft meiri áhrif á drum & bass senuna en flestir aðrir. Við skulum líta nánar yfir feril kappans.

Upprunalega ætlaði Dominic Angas að klára miðskóla, fara í háskóla og verða arkitekt. Með tímanum áttaði hann sig hinsvegar á því að tónlist var honum í blóð borin og hann varð að fá útrás fyrir það. Svo að hann hætti áður en hann kláraði miðskólann, sótti námskeið í hljóðversvinnslu og fór að reka bar til að ná endum saman. Ekki í fyrsta skipti sem vænlegum atvinnuferli er fleygt vegna tónlistarástríðu.

Dom eyddi fimm árum bernsku sinnar í Þýskalandi þar sem faðir hans stundaði óperusöng og fór síðan hina algengu leið frá hiphop yfir í breakbeat og þaðan yfir í jungle-tónlistina. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá gömlum drungalegum lögum af Reinforced útgáfunni, Doc Scott hittaranum N.H.S. og frá myndum á borð við Bladerunner (sem er langmest “samplaða” kvikmynd drum & bass tónlistarinnar). Það var því aðeins tímaspursmál hvenær Dom myndi setjast niður sjálfur og byrja að semja.

1994-2000
Með því að reka barinn þá náði Dom að skrapa saman nægum pening til að kaupa Roland 760 sampler og hann hóf að gera tónlist. Eftir hvert klárað lag fór hann með það í No U-Turn hljóðverið til að klára að vinna það endanlega. Þar gerði Nico (eigandi No U-Turn) sér grein fyrir ótvíræðum hæfileikum Dom og stofnaði undirútgáfuna Saigon. Í kjölfarið fylgdu skífurnar Wax Rhytmical (SAG01), The Bells (SAG03), og Definition EP (SAG06).

Þar sem fyrstu útgáfur Dom vöktu verðskuldaða athygli þá náði Dom að sannfæra bankastjórann sinn um að veita sér nógu hátt lán til að hann gæti stækkað hljóðver sitt heima við þar sem hann gat fullunnið alla sína tónlist. Hann samdi af krafti og gerði samning við útgáfufyrirtækið Moving Shadow. Í kjölfarið fylgdu fjölmargar plötur; Cutting Edge (SH75), The Planets (SH81), Interstellar Jazz (SH89) og The Storm (SH97) og sýndu þær fram á að hann var einn sá efnilegasti og jafnframt sá áhrifamesti í senunni. Orðsporið jókst enn frekar þegar hann var valinn til að eiga hundruðustu útgáfu Moving Shadow, Distorted Dreams (SH100) ásamt Rob Playford og Goldie. Á þessum tíma var Dom einnig að gefa út á 31 Records hans Doc Scott og plötuútgáfufyrirtæki Grooverider, Prototype.

Þar sem Dom var kominn með sitt eigið fullkomna hljóðver þá var hann einnig byrjaður að útsetja og vinna tónlist fyrir aðra tónlistarmenn og plötusnúða sem höfðu ekki sjálfur tæki og tól til að gera það sjálfir. Hann átti mikinn hlut í stórlögum á borð við Mutant Revisited og Sonar með DJ Trace og Subway og Skylab með Ed Rush. Það var einmitt í laginu Mutant Revisited sem að Dom skapaði hinn goðsagnakennda “Tramen” takt, en hann hefur verið notaður stöðugt æ síðan í hinum ýmsu lögum, ekki bara af DJ Trace, heldur einnig mönnum eins og Ray Keith, Bad Company, Adam F og J Majik svo einhverjir séu nefndir. Á sama tíma hafði Dom einnig verið að vinna með Matrix (gömlum skólafélaga) og bróður hans, Optical, en hann var þá þegar orðinn alræmdur í stúdíóinu. Dom fékk Optical úr hans drungalega techno-bakgrunni og kynnti hann fyrir Ed Rush - sem Dom hafði einmitt unnið með áður. Ed Rush & Optical urðu svo auðvitað einn alræmdasti dúettinn í sögu drum & bass tónlistarinnar og stofnuðu plötuútgáfuna Virus Recordings, eins og flestir vita.

Síðan þá hefur Dom unnið með flestum stærstu nöfnum drum & bass senunnar fyrr og síðar, sem og endurhljóðblandað lög á þekktum og óþekktum útgáfufyrirtækjum, þar á meðal fyrir raftónlistfrumkvöðlana Art Of Noise. Dom spilar reglulega í útvarpsþáttum, þar á meðal hefur hann verið gestasnúður á Radio 1, Kiss 100, Radio Nova í París og á útvarpsstöðum allt á milli Ástralíu og Íslands :)

Haustið 1998 kom út eftir óþreyjufulla bið fyrsta breiðskífa Dom & Roland, Industry, og hlaut hún hvarvetna mikið lof. Platan skartaði hinum breiða tónlistarlega bakgrunni Dom, þar sem hann blandaði saman ýmsum áferðum og stílum bræddum saman við hans eigin hörðu og drungalegu hljóð. Lögin Thunder og Connected (bæði á plötunni) höfðu verið spiluð af dubplate af öllum stóru plötusnúðunum í að minnsta kosti hálft ár á undan útgáfu plötunnar, þannig að þegar fyrsta 12 tomman af plötunni kom út Timeframe (SH123) kom út þá varð hún hittari um leið. Platan varð svo vinsæl að fyrstu tvær vikurnar var hún í 3ja sæti á “Music Week Independent Album” listanum, þar sem aðeins Tribe Called Quest og Lauryn Hill voru fyrir ofan.

Síðan þá hefur Dom dælt út frábærum lögum. Parasite (SH131), Killa Bullet (SH135) og endurvinnsla hans af Kaotic Kemistry undir dulnefninu Known Unknown tryggðu orðspor hans sem einn af færustu pródúserum Bretlandseyja. Næsta útgáfa hans Can't Punish Me olli gríðarlegum usla á dansgólfum Bretlandseyja og hlaut nær sleitulausa spilun og umfjöllun bæði hjá þáttum stóru sérfræðinganna sem á litlu ólöglegu útvarpsstöðvunum. Hinsvegar var það “limited edition remix” Dom af antheminum Terrorist eftir Renegade (Ray Keith) á safntrílógíunni Killa Bites (ASH25) sem að gerði allt endanlega vitlaust. Það varð svo vinsælt að það seldist upp á einum degi. Killa Bites serían gaf Dom tækifæri á að gefa út lög eftir menn eins og Rascal & Clone sem nú eru rísandi stjörnur í drum & bass tónlistinni og áður þekkta listamenn eins og Ryme Tyme og Bad Company.

2001
Eftir að Dom gaf út þröngskífuna Midnight Club (MSXEP8) sem innihélt lög úr Playstation 2 leik með sama nafni, þar á meðal hið víðfræga Imagination sem var síðan endurhljóðblandað af Kemal & Rob Data.

2002
Á næstu þröngskífu þá slóst Keaton úr Usual Suspects í lið með Dom, en hann var nýorðinn nágranni hans og vildi fá kennslu í að nota Logic Audio (en það var “sequencerinn” sem að Dom notaði í stúdíóinu). Afraksturinn úr þessu samstarfi urðu lögin Archeon og Twisted City auk þess sem Dom átti lögin Sandgun og The Voyage.

Kemal kom aftur fram á annarri breiðskífu Dom, í laginu Moulin Rouge, og Keaton gerði lagið Mordor með Dom, en þau tvö lög hlutu mikið lof. Auk þess að tvö ný önnur ný lög eftir Dom voru á plötunni valdi hann sín uppáhaldslög eftir sjálfan sig í gegnum tíðina til að gera gripinn yfirgripsmeiri.

2003
Næsti singull Dom kom út snemma árs 2003 og var það lagið Dynamo sem hafði verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, og á hinni hliðinni var lagið Adrenalin, þar sem Dom var undir miklum áhrifum old skool hardcore tónlistarinnar.

Í ágúst árið 2003 kom út samstarfsverkefni Dom og Calyx. Lagið Pneumatix hafði verið að gera góða hluti á dubplate mánuðum saman þannig að þeir tóku sig til og gerðu lagið See The Light til að hafa á b-hliðinni.

2004
Dom heldur áfram að plötusnúðast um allan heim. Singullinn Dance All Night kom út í maí 2004 eftir að hafa verið í stöðugri spilun af dubplate í 12 mánuði. Hans þriðja (og líklega besta) breiðskífa Chronology kom út 21. júní síðastliðinni á Moving Shadow. Dom hefur verið að kynna plötuna síðan, í Bandaríkjunu, Evrópu, Asíu, Ástralíu, Nýja Sjálandi og hann mun líklegast kynna hana út árið með stöðugum ferðalögum og spilamennsku.