John Digweed
+
“The Don” Grétar G


Forsala í Þrumunni Laugavegi 69 frá 4.júní.
Verð í forsölu 2.400 en 2.900 um kvöldið.
(Svarta kortshafar VISA fá miðan á 2.000 kr í forsölu)


Um John Digweed
John Digweed er án efa eitt af stærstu nöfnunum í plötusnúðabransanum enda hefur hann verið viðloðandi toppinn á bransanum lengi og varla fallið útaf top5 á hinum árlega lista DJ blaðsins yfir 100 stærstu snúðana undanfarin ár, þar á meðal plötusnúður ársins 2001. Hann nýtur sérstakrar virðingar meðal annara plötusnúða enda þykir hann hafa sérstöðu í því hvernig hann vinnur mixin sín tæknilega og tónlistarlega.


Líkt og Sasha sló hann fyrst í gegn á Renaissance klúbbnum sögufræga og hafa þeir félagar starfað mikið saman síðan þá, meðal annars að Northern Exposure mix diska seríunni. Þeir félagar voru einnig fyrstu bresku plötusnúðarnir til þess að vera með föst kvöld á stærsta klúbbi New York á þeim tíma, Twilo. John Digweed hefur gefið út þó nokkra aðra mixdiska þar á meðal í Global Underground seríunni.
Hann hefur undanfarinn tvö ár verið með einn vinsælasta danstónlistarþátt heims á Kiss100 útvarpstöðinni í Bretlandi. Hann hefur og remixað ýmsa aðra tónlistarmenn ásamt því að gefa út eigin tónlist hjá sínu eigin plötufyrirtæki undir nafninu Bedrock (ásamt Nick Muir). Undir því nafni kom hann meðal annars tveim lögum inn á top40 í Bretlandi, lögunum Heaven Scent og For What You Dream Of (sem að var notað í Trainspotting kvikmyndinni). Einnig hafa þeir Bedrock félagar unnið við kvikmyndatónlist og gerðu tónlistina við kvikmyndina Stark Raving Mad. Hann hefur notað plötufyrirtæki sitt til að koma nýjum og óþekktum tónlistarmönnum á framfæri. Hann hefur remixað listamenn eins og New Order, Underworld, M-People o.fl.


Í lokin skal það tekið fram að John Digweed er þekktur fyrir að missa aldrei af flugvél! ;)


Hér er stærsta kvöld danssenunnar á þessu ári hugsanlega í uppsiglingu.


Party Zone, Þruman og Becks.


Party Zone.
Dansþáttur þjóðarinnar Party Zone í samvinnu við Þrumuna, Rás 2 og Becks halda áfram að standa fyrir hágæða danstónlistarviðburðum og bætist John Digweed nú í hóp þeirra fjölmörgu plötusnúða og tónlistarmanna sem komið hafa fram á kvöldum þáttarins. Fylgist vel með upphitun í þættinum á Rás 2 næstu laugardagskvöld og á vef þáttarins www.pz.is . Það má geta þess að það eru rösklega 10 ár síðan þátturinn hóf að halda uppákomur í nafni þáttarins og ávallt verið fullt út úr dyrum og tryllt stemming. Ástæðan er líklega sú að fylgst hefur að góð umgjörð, hágæða line up á kvöldunum og góð stemming í kringum þáttinn almennt. Fólk veit að hverju það gengur þegar Party Zone á í hlut. Hér fylgir listi yfir þá plötusnúða og listamenn sem hafa spilað í uppákomum þáttarins, Darren Emerson, Eric Morillo, Carl Craig, Masters At Work , Basement Jaxx, Timo Maas, Layo & Bushwacka, Little Louie Vega, Cosmos, Rhytmdoctor, Kenny Dope Gonzales. Misstress Barbara, Kerri Chandler, Joe Claussell, Miles Hollway, Miguel Migs. Dimitri from Paris, Elliott Eastwick, King Britt, Ashley Beedle, Jerome Sydenham ásamt öllum bestu plötusnúðum Íslands. Á þessum lista ætti einnig að vera Sasha en hann móðgaði okkur Íslendinga með fjarveru sinni í síðasta mánuði. Hann hyggst bæta okkur það upp síðar.


Vefir með upplýsingar um John Digweed og þjóðhátíðardjamm á Nasa 16.júní n.k. www.pz.is, www.johndigweed.com, www.becks.is, www.hugi.is o.fl.


PS: Fylgist með þættinum á Rás 2 á laugardagskvöldum kl 19:30-22:00 í boði Svarta kortsins frá VISA


PSS: Minnum á plötusnúðasett frá þeim Sasha og John Digweed sem er að finna á http://www.strik.is/utstrik.ehtm/oli.nepal.is/?action=p z ,


PSSS: Kiss FM mun sömuleiðis spila þátt hans sem er á KISS FM í London 15.júní n.k.