Anonymous


Anonymous er eitt það allra ferskasta raftónlistarbandið í dag.
Hljómsveitina skipa frændsystkin að nafni Marlon og Tanya Pollock.
Fyrir 5 árum síðan þá byrjuðu þau að skapa tónlist, takta og melódíur í rafrænu formi þar sem þau notuðu lífið sjálft sem innblástur. Þau vilja helst ekki vera flokksbundin við eina gerð raftónlistar heldur vilja þau frekar tjá það sem fyrir þeim verða yfir til eyrna hlustendanna.
Það sem kemur frá þeim er því allur regnbogi raftónlistar, alveg frá sveimkenndu elektró sveiflum yfir í dúndrandi drum and bass.
Árið 2001 komu þau fram á International Poetry Festival (LIPS) ó London og fylgdi þriggja mánaðar tónleikaferðalag til Bandaríkjanna í kjölfarið. Sumarið 2003 komu Anonymous geysi sterkir inn í íslensku rafsenuna þar sem að þau spiluðu á nær öllum dansklúbbum Reykjavíkur við gríðalegar undirtektir og troðfull hús. Síðan þá hafa Anonymous haft frekar hægt um sig þangað til núna því dúettinn góði er með nýja plötu í vændum og mun spila á skemmtistaðnum Kapital á sérstöku 360° kvöldi, föstudaginn 4. Maí.
Með Anonymous koma fram, Exos, Tómas THX, Árni Vector og Nikki Hellfire.