Komið þið sæl

Formáli þessarar greinar er sá að ég er kominn með leið á því hvað það hafa komið fáar greinar hingað inn upp á síðkastið. Ég ákvað því að hætta að kvarta og gera eitthvað í því. :) Það fyrsta sem mér datt í hug að skrifa um er ,eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir, safnplata tekin saman af tónlistarmanninum Jamiroquai. (Ég uppgötvaði þó eftir frekari umhugsun að þetta muni seint flokkast undir raftónlist, en þar sem ég var staðráðinn í að skrifa grein fær hún undanþágu (stjórnendur verða síðan bara að skera ú um hvort hún eigi heima hér:)))

Þessa plötu sem ég ætla að fjalla um á ég einungis á vínyl. Það eru fleiri lög á geislanum, en því miður þekki ég þau ekki til að fjalla um þau.
Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því hvernig ég eignaðist þessa plötu, en það var þannig að bróðir minn spurði hvað ég vildi í jólagjöf. Eftir smá misskilning, fór hann í Þrumuna og bað um “uncomercial disco”, ég hefði viljað borga fúlgur fjár fyrir að sjá svipinn á þeim sem afgreiddi hann :P. Allavegana kvarta ég ekki yfir því sem ég fékk.


a1) Pointer sisters - happiness
- Þetta lag er ábyggilega eitt af mínu uppáhalds “disco” lögum, og finnst mér synd að ég hafi ekki vitað af því. Þetta er svona lag sem þú veist að þú hefur heyrt áður en kemur ekki strax alveg fyrir þig. Það er bara uppfullt af einmitt gleði og ég kemst ætíð í djamm gírinn þegar það er undir nálinni. Sá sem fílar ekki t.d. “I am so excited” með pointer á kannski eftir að verða fyrir uppljómun, kannski ekki. Mín skoðun er allavegana sú að, eins og jamiroquai segir sjálfur, hefði ekki verið hægt að finna betra oppnunarlag.

a2) Rufus & Chaka Khan - Once you get started
- iðandi disco funk lag sem ég get bara lýst á einn veg - it grows on ya :).

b1) Sister Sledge - Pretty baby
- Ef einhver hefur eins og ég, skoðað gömlu plöturnar með þeim sem mamma átti (en ég á núna :D) er þetta ekki þar. Enda hélt ég að þessi hljómsveit hefði bara átt 2-3 virkilega góð lög, en þau eru allavegana einu fleiri núna. Mér finnst synd að lagið “we are family” poppi strax upp í hugann þegar fólk heyrir nafnið Pointer sisters, en héðan í frá mun ég aðeins raula með sjálfum mér Happiness.

b2) Lalo Schifrin - Theme from enter the dragon
- Maður er strax kominn í hugarleikfimi og farinn að sjá fyrir sér seventies spennumynd. Mjög funky lag. Ég trú vel orðum J-kay, að Lalo sé “super-baad”.

c1) patrice Rushen - Music On the Earth
- Falleg og funky disco ballaða. Fyrir minn smekk svolítið bylgjulegt, en samt of töff til að þeir færu að spila það :P

C2) Dexter Wansel - I´ll never forget
- úff, þetta er fallegt, hugljúft og hrífandi lag, sem fær bossan til að dilla í takt. Þetta vakti allavegana áhuga minn á Dexter Wansel.

d1) Commodores - Girl I think the world of you
- fallegt lag. Mjög rólegt, í svipuðum dúr og annað sem er á plötunni. Hef ekkert meira að segja um það :P

d2) Ramsey Lewis - Whisper Zone
- Eins og happiness, er þetta lag eitthvað sem maður telur sig hafa heyrt áður. Mjög mjög funky, þrátt fyrir að vera ekki funky á hefðbundinn hátt :s

e1) Marvin Gaye - Here, My dear
- Marvin Gaye er snillingur. Og eins og J-kay kemst að orði “He´s the man, and everybody knows it” .Ég hafði því miður ekki rekist á þetta lag eins og reyndar öll lögin á plötunni, en einhverntíman er allt fyrst. Þetta er svona rólegt “make out” lag í svipuðum stíl og flest allt með Marvin.

e2) José Felicano - Californina dreaming
- venjulega þegar um gömul góð lög eru að ræða, fell ég ekki fyrir öðrum, minna þekktum útgáfum af þeim. Sú er Ekki raunin hér og er þetta að mínu mati besta lag disksins. Var einu sinni að spila í einhverju partí og hafði þetta að loka laginu meðan verið var að rekja fólkið út. Það kom svolítið á óvart að sá eini sem spurðist fyrir um tónlistina, (ég held að allir sem hafa einhverntíman spilað í partýi á ævinni þekkji þessa spurningu “hvaða lag er´etta?” eða “með hverjum er´etta” viti hvað ég er að tala um :) (hehe, ég er ekkert undanskilinn :P)), var heldri maður sem var að farast úr forvitni. Ég komst síðan að því að fluttningur Felicano af Jackson-5 laginu “Ain´t no sunshine” er einnig snilld.

f1) Dexter Wansel - Life on Mars
- J-kay segist allt frá 16 ára aldri hlustað á þetta lag þegar hann fékk sér smók, og ég get vel ýmindað mér að það sé upplifun út af fyrir sig. Mjög “space”-að lag.

f2) Kleeer - Tonight´s the night
- funky, disco fíl gúd lag. Ekkert meir um það að segja.

Jæja, nú er ég búinn að röfla nóg um þessa plötu. Ég þakka hér með þeim sem afgreiddi bróður minn sérsaklega fyrir að koma þessari plötu í hendur mínar, auðvitað ásamt bróður mínum. Kannski ég skrifi um snildarplötuna sem hann gaf mér árið á undan þessari :P Ef einhver nennti að lesa þessi ósköp ætti hann að verða sér út um hana,a.m.k.varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Ég ætla byðja alla sem langar að segja - Diskó er ömurlegt að sleppa því, vegna þess að ég fíla ekkert disco meir en annað, ég fíla bara góða tónlist :P
Frekar að skrifa um það sem þeir fíla í staðinn.

Takk fyrir lesturinn