Larry Heard, Brett Dancer, Aaron Carl, Margeir og Tommi White á Kapital!

Laugardaginn 13. mars verður stórviðburður á Kapital í Hafnarstræti þegar bandaríski tónlistarmaðurinn og goðsögnin Larry Heard, öðru nafni Mr. Fingers, mun þar spila. Kvöld þetta er haldið í samvinnu við New Icon Records en auk Heard munu DJ Brett Dancer frá plötuútgáfufyrirtækinu TrackMode stíga á stokk, svo og DJ Margeir og Tommi White. Aaron Carl frá Detroit mun svo þenja raddböndin eins og honum einum er lagið.

Larry Heard kemur frá Chicago og er álitinn einn af guðfeðrum housetónlistarinnar ásamt Frankie Knuckles. Hann nýtur því mikillar virðingar í stétt sinni og það er því mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hann hingað til lands. Um miðjan níunda áratuginn var Heard í hljómsveitinni Fingers Inc með hinum kunna Robert Owens og saman gerðu þeir eina bestu houseplötu allra tíma; Another Side. Á henni er lagið Can You Feel It sem er eins konar þjóðsöngur danstónlistar en það hljómar enn hátt og snjallt á skemmtistöðum víða um heim. Það verður án efa spilað á Kapital 13. mars!

Það er samdóma álit þeirra sem til danstónlistar þekkja að Heard sé mikilvægur áhrifavaldur og skilji spor sín eftir víða:

Carl Craig segir til dæmis að Larry Heard sé snillingur! Að áhrifa hans séu ekki bara að gæta í housetónlist, heldur líka í drum’n bass, teknói og r’n b. Það sé mjög fátítt að einn maður hafi svona sterk áhrif á svona margar tónlistartegundir í senn.

Felix B úr Basement Jaxx tekur í sama streng og segir Heard vera sannan uppfinningamann. Hann segist aldrei fá leið á því að hlusta á Another Side en sú plata hafi gefið honum innblástur að deep house tegundinni sem hann segir Heard eiga heiðurinn af.

Dego úr 4 Hero - "Hann er búinn að vera mjög mikilvægur fyrir okkur… hann gaf út mjög tilraunakennd lög sem jafnframt voru yfirfull af sál sem gaf okkur nýja sýn á hlutina. Þegar við horfum til baka sjáum við t.d. að ‘Can you feel it’ hafði gríðarlega áhrif innan rave senunnar á einn eða annan hátt.

Marshall Jefferson finnst Heard svo framúrskarandi góður tónlistarmaður að hann hefur ekki enn þorað að vinna með honum!

Derrick May segir að hann beri ómælda virðingu fyrir Heard því hann hafi haft svo sterk áhrif á tónlistarsköpun hans. May á bara eitt orð til að lýsa honum og tónlistinni: Töfrar!

LTJ Bukem “Hann skipti sköpum fyrir upprisu raftónlistarinnar. Hann er ástæðan fyrir því að ég fór að gera tónlist. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hlusta á ‘Washing machine’ og ‘Bring down the walls’ – þetta eru algjörar perlur. Tónlistin hans er grunnurinn að allri raftónlist í dag.

Kevin McKay úr Muzique Tropique “Hvar á maður að byrja? Hann er meistari í því að töfra allt það fram sem gerir lög einstök. Hann er eins og Van Gough eða Beethoven – fáir skilja snillina á meðan hann er á meðal vor en þegar hann er farinn mun fólk eflaust uppgötva hversu mikill snillingur hann er!

Það er því von á töfrandi stjörnukvöldi á Kapital sem enginn sannur tónlistarunnandi ætti að missa af!