Í tilefni af því að grúppan mín góða gamla hefur tekist að senda frá sér disk, með því að hóa saman meðlimi sína sem oftast nær eru stjórnlausir hver í sínu horni, þá langar mér að skrifa smá pistil:

Diskurinn heitir Resolutions og inniheldur
10 lög eftir flesta sem eru í grúppunni.
http://www.chillproductions.com

Þetta er útgáfa nr 291. þar sem saman eru taldir single's sem 1 útgáfa og ep og album sem 1 útgáfa. Heildarfjöldi laga er því töluvert hærri þar sem þetta er 12. diskurinn sem við sendum frá okkur, og höfum gert 26. ep's.

chillpro ductions er annars eitt elsta netlabelið á netinu, en
grúppan var stofnuð 1995 og fer óðfluga að koma að 10 ára afmæli hennar. Hún hefur alltaf snúist um tilraunakennda raftónlist og þar sem slík tónlist getur verið þvílíkur höfuðverkur að gefa stílheyti má finnar þar lög sem listamaðurinn telur t.d hafa stílinn: chocolate thunder, inspiring ambient army tune og a dark flowing depression.

Flestir byrjuðu þarna í gömlum góðum tólum sem við elskum allir að hata en síðustu 5-6 ár hafa menn farið að nota allan andskotann, creamware, protools, cubase, reason, heilan helling af synthum, einn kennir tilraunakennda tónlistarsköpun í háskóla á modular tónlisttól sem heytir pd og annar sem er menntaður þjóðhagfræðingur hefur kennt tónfræði og hefur verið virkur í tilraunum bandaríkjamanna við að búa til löglegar internettónlistarveitur, s.s raphsody og aðra hluti sem við kannski á íslandi erum ekki svo spenntir fyrir ;).

Þetta er líka frekar alþjóðleg grúppa þar sem hún inniheldur meðlimi í allri Norður-ameríku, frá flest öllum löndum Skandinavíu, einn frá Afríku og annan í Hollandi.
Einnig má þess geta að aldurinn dreifist frá 22 árum upp að rétt yfir fertugt.

Nú, þá er þessari stuttu kynningu minni lokið og ég vona að þið kíkið endilega á síðuna http://www.chillproductions.com og takið púlsinn á tónlistinni sem hún hefur að geyma.

Jóhann H.
kjwise