360° í heil 5 ár. Afmælið nálgast! Í febrúar mánuði árið 1999 var fyrirbrigðið 360 gráður stofnað af tónlistarmanninum og plötusnúðinum Exos.
Markmið 360° var að halda rafræn danstónlistar kvöld í miðri viku og þar sem Techno senan átti að vera í aðalhlutverki.
Þessi klúbbakvöld byrjuðu tónlistarlega séð í lágstemmdri elektroník sem færði sig svo yfir í þéttari tóna sem þróuðust loks yfir í glymrandi techno.
360° er ákveðin heildræn sýn á rafræna tónlist og er ákveðið mótsvar á þröngsýnu viðhorfi almennings á raftónlist.
360° eiga að minna fólk á að hlusta á allar 360 gráður tónlistarinnar og sjá samhengi hennar í heilan hring í staðinn fyrir að sjá raftónlist sem einfalda gráðu.
Með þessu hugarfari fékk Exos til liðs við sig einn af sterkari leikmönnum íslenskrar klúbbamenningu en það er Bjössi nokkur Brunahani. Þeir héldu kraftmikil techno kvöld saman undir formerkjum 360° á skemmtistöðunum 22 og club Thomsen og fengu með sér frábæra plötusnúða á borð við Árna Vector og Tommy Hellfire sem báðir höfðu spilað á stórum techno kvöldum erlendis.
Það var síðan einn sá alkraftmesti techno plötusnúður íslands, Tómas THX sem gerðist annar helmingur 360° á móti Exos. Saman hafa þeir félagar haldið fjöldann allan af Techno kvöldum á stöðum eins og Thomsen,Grandrokk,22,Gauknum,Kapital,Astro,Vídalín og í Sjallanum á Akureyri ásamt fleiri stöðum.
Tómas THX og Exos eru langt frá því að fara slaka á í hinni íslensku techno senu og föstudaginn 20. Febrúar munu þeir halda upp á 5 ára afmæli 360° á hinum ótrúlega skemmtistað Kapital.
Þar ætla þeir að sameina ólíka stíla raftónlistar saman í einn bræðing en þó með skipulagðri uppbyggingu.
Þess má geta að 5 ára afmælið eru einnig útgáfutónleikar tveggja af fremstu raftónlistarmönnum þjóðarinnar. Þeir eru Ruxpin og Króm en þeir voru að gefa út breiðskífur hjá þýsku útgáfufyrirtækjunum Elektrlux og Mikrolux. Þeir munu spila efni af plötunum tveimur ásamt glænýrri raftónlist.
Það mun vera Yagya eða Steini Plastik frá Force Inc sem mun sjá um að hita upp fyrir Ruxpin og Króm.
Eftir tónleikanna mun elsti og án efa virtasti techno plötusnúður fyrr og síðar á íslandi leika fyrir dansi en það er Dj Frímann.
Dj Frímann er sá sem hélt uppi grunninum fyrir íslensku techno senuna til margra ára á íslandi, sem á klúbbum í Reykjavík og í þættinum góðkunna Party zone.
Það eru svo umsjónarmenn 360° og virkustu techno plötusnúðar íslands sem taka við af Dj Frímanni en þeir eru Exos og Tómas THX.
Þeir munu spila langt fram eftir nóttu og halda afmælinu gangandi.

360° vilja þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og haldið kvöldunum gangandi ásamt öllum þeim plötusnúðum og tónlistarmönnum sem hafa spilað á 360° kvöldunum.
Sjáumst 20 febrúar.
360°