Plötusnúðurinn Billy Nasty kemur til landsins laugardaginn 7. febrúar næstkomandi og spilar á Gauknum á Elektrolux-kvöldi, sem eru kominn aftur byrjuð aftur eftir hálfs árs hlé.

Billy Nasty er einn af þekktustu techno/electro plötusnúðum heimsins. Hann hefur verið plötusnúður í 14 ár. Hann var einn af forvígismönnum progressive-hús stefnunnar árunum 1991 -1994 og spilaði á öllum helstu stöðum Englands á þeim tíma eins og t.d Open All Hours, Strutt, The Drum Club og The Final Frontier. Hann komst í heimsmetabók Guiness fyrir að hafa gert fyrst mixdiskinn sem gerður var er hann gerði mix fyrir Journey By DJ seríuna sem flestir ættu að þekkja. Margir af íslensku plötusnúðunum á þeim tíma kynnust kappanum er þeir versluðu plötur af Billy í Zoom Records í Camden. Á þessum árum gaf hann út tónlist undir nöfnunum Vinyl Blair og Shi-Take sem sumir ættu að kannast við af PZ-listunum frá þessum tíma.

Árið 1995 var orðið svo mikið að gera hjá Billy að stofnaði umboðsskrifstofu til að sjá bókannarnir fyrir sig. Hún var kölluð Thermin Management og sá líka um bókannir fyrir Jim Masters, Mark Williams, Phil Perry, Adam Beyer, Marco Carola, Umek, The Youngsters and Oliver Ho. Hann var spilaði á Tribal Gathering á þessum tíma og var byrjaður að vera settur í flokk með techno snúðum frekar en progressive-snúðum. Árið 1996 var hann útnefndur sem besti DJ ársins og fyrir besta Essential-mixið á Muzik-verðlaununum. Árið 1997 gaf hann út sinn annan mix disk “Race Data” sem sýndi vel hinn nýja stíl sem hann var búin að tileinka sér. Þetta ár stofnaði hann líka plötufyrirtækið Tortured Records og seinna meir bætist Electrix Records við. Þessi merki hafa gefið út plötur eftir menn eins og Umek, Marco Carola, Adam Beyer o. fl.

Árið 2000 kom þríðji mix diskur hans “Torture Chambers” á Tortured Records og var hann mjög electro skotinn, Umek gaf seinna meir út disk í sömu seríu. Hann hélt áfram að daðra við electro-stefnunna og árið 2002 komu út tveir diskar ”BN01 og BN02” á trustthedj.com sem voru báðir hreint elektro.

Það má því búast við skemmtilegri techno-veislu þann 7. febrúar. Elektrolux er í samstarfi við Breakbeat.is um þetta kvöld og munu snúðarnir þeirra; Gunni Ewok, Kalli, Lelli sjá um að hita upp fyrir kappann. Upphitun fer fram Breakbeat-þættinum á X-inu á milli 11 og 1 þann 7. febrúar. Húsið opnar kl 23:59 og kostar 1500 kr inn við hurð.

Elektrolux og Breakbeat.is