New Icon kynnir: Lewis Copeland á Kapital! Þá er að líða að næsta New Icon partýi, sem hafa vakið góða lukku. Það verður haldið með pomp og prakt á Kapital þann 17. janúar næstkomandi og má búast við þrusupartý.. Í þetta skiptið ætlar Lewis Copeland að heiðra íslendinga með nærveru sinni og halda góðri partý stemningu eins og honum er einum lagið. Honum til halds og trausts verða þeir félagar Tommi White og Andrés. Einnig má búast við að Urður (Gusgus) og Maggi ‘Blake’ muni mæta á staðinn til að þenja raddböndin og Funky Moses og Uncle Sam sem verða á Bassa og ásláttarhljóðfærum.

Lewis Copeland hefur lengi verið viðloðandi tónlistarbransan, en hann byrjaði að hafa atvinnu af henni í lok 1987 þegar hann réði sig í vinnu á hinu sögufræga Bleubird Records sem aðstoðar sölustjóri. Eftir að hafa sinnt fleiri slíkum störfum í nokkur ár, meðal annars í popbransanum, ákvað hann að opna plötubúð í samstarfi við félaga sinn. Búðin, sem fékk heitið Vinyl Junkies, er nú dag dag orðin ein af þekktari plötubúðum danstónlistarfíkla bretlandseyja og þótt víðar væri leitað.
Árið 1999 ákvað hann að selja sig út úr rekstri búðarinnar og fara aftur að sinna útgáfu. Hann hóaði í gamlan félaga að nafni Mathew Bushwacka! og fékk hann til að aðstoða sig. Bushwacka! bauðst til að hjálpa honum ef Lewis væri til í að hjálpa til við rekstur á útgáfufyrirtæki sínu Plank. Lewis féllst að sjálfsögðu á það og í dag reka þeir Plank, Oblong og Upleft í góðu samstarfi.
Lewis hefur verið duglegur að sinna plötusnúðamennsku ásamt því að skapa sína eigin tónlist. Hann hefur meðal annars gefið út undir nöfnunum Landmine (í samvinnu við Bushwacka!), Kopeland & Kooper og komið að The Shaftesbury Sisters (sem er hugarfóstur Tomma White).
Þótt hann hafi hafið störf sín bransanum 1987 hófst ástríða hans fyrr. Árið 1985 var hann orðin afbragsplötusnúður og hefur hann einbeitt sér að gæða undirheimahústónlist allar götur síðan. Hann hefur komið víða við á plötusnúðaferlinum og hefur spilað á allt frá stórum rave’um niður í svali bari á íslandi. Hann heldur úti þrem ‘residencies’ í dag. Staðirnir eru Club Mokka í Thun í Sviss, The Da Vimar í Murcia á spáni og á New Icon kvöldunum á íslandi.

Tomma og Adrés þarf varla að kynna fyrir dansþyrstum íslendingum, en þeir hafa báðir verið viðloðnir danssenu klakans í þónokkur ár. Andrés hefur verið þekktur fyrir að sjóða saman fallegan soulfull kokteil í syrpum sínum af stakri list. Tommi hefur verið að sinna tónlistarsköpun meðfram plötusnúðamennsku með góðum árángri í nokkur ár og verið þekktur fyrir þrusu góðar syrpur.

Mér þykir það nokkuð ljóst að þetta verður eðal kvöld með sannri partýstemmningu og hvet ég því sem flesta til að mæta.

Góðar stundir.
Góðar stundir.