Undir áhrifum Árið 2003 er að klárast. Bráðum fer öll tónlist að vera frá árinu 2004. Þess vegna skulum við kíkja aðeins yfir það sem var að hafa áhrif á mig tónlistarlega séð í ár.


Luke Chable - Snillingur sem allir ættu að tékka á, breaks & progressive meistari, frá.

Infusion - Þriggja manna band með live act sem gerði allt vitlaust á vetrartónlistarráðstefnunni á Miami, og eflaust víðar.

Phil Kieran - Gerði nokkra gullmola. Pródúsar líka með Chable undir nafninu Lo-Step. Chable og Kieran eru Ástralir sem og allir meðlimir Infusion.

Sasha - Að sjá hann spila var upplifun útaf fyrir sig.

Steve Porter - Menn ættu að vera á varðbergi þegar hann sleppir sprengjum.

Michael Burns (Gazor, Cardboard, Panoptic, Bluehaze) - Þessi maður er snillingur. Allir að skoða efnið hans! Veii veii.

Dave Robertson - 22gja ára breti, helvíti efnilegur í stúdíóinu. Zabelia gefur út hans fyrstu smáskífu á næstunni, og svo gerði hann nokkur frábær remix.

James Talk - Eggs are cute, ég segji ekki meira. Jú, restin af efninu hans er meira og minna frábær.

Steve Gerrard - Progressive breaks meistari. Wrecked Angle efnið staðfestir það.

Nu Republic - Helvíti ferskt útgáfufyrirtæki.

Cuba Recordings - Bobby M (úr Hooj mafíunni) & Chris Lake stofnuðu þetta útgáfufyrirtæki. Ég er þeim skuldugur.

Grayarea - Prog. breaks beint frá Chicago. Snillingar.

Tyrkland (Mert Yucel, Murat Muncu…) - ‘Tyrknensk klúbbasena’, sennilega svipað absúrd og fyrir Tyrki að heyra ‘íslensk klúbbasena’. Gott stöff.

Toybox - Íslenskt já takk! Grétar G og Úlfar að gera góða músík. Gordon Bleu er allveg málið.

Gus Gus - Meira íslenskt.

James Holden - Gaf út helvítis snilld, stofnaði Border Community útgáfuna og setti saman Balance 005. Ég ásaka þennan mann um fátt annað en að vera snillingur.

+ Allir sem ég er að gleyma.
+ Allir sem gerðu vonda tónlist, því annars kynni maður ekki jafnvel að meta þessa góðu.

Ef andinn kemur yfir ykkur skuluð þið endilega droppa hliðstæðum lista hingað strákar.