Cargo#2 á Kapital Eftir vel heppnað fyrsta Cargo kvöldið þar sem DJ Grétar og Tommi White þeyttu skífur af sinni alræmdu snilldarkunnáttu er komið að Cargo kvöldi númer tvö. Laugardaginn 6. desemeber á Kapital, hafnarsstræti í Reykjavík fær Grétar með sér í lið engan annan en unglinginn hann DJ Bjössa.

Kapital er einsskonar heimavöllur fyrir þá félaga en eins og flestir vita þá er Kapital til húsa þar sem Thomsen var fyrir tveimur árum. Hústónlistin verður allsráðandi á aðaldansgólfi Kapital á laugardaginn en þeir félagar eru einmitt nýkomnir úr verslunarleiðangri í þrumunni á laugavegi 69 þar sem verslaðar voru ófáar skífurnar sem nýkomnar eru af vínilpressuni.

Í þrumunni fæst einnig mixdiskaserían hans Grétars sem heitir einmitt Cargo en þess má geta að Cargo diskarnir fást aðeins í Þrumunni.


Aðeins um snúðana.

DJ Grétar heitir fullu nafni Grétar Ingi Gunnarsson og ólst hann upp í langholtshverfinu. Grétar sem úðar í sig hákarl við hvert einasta tækifæri er 33 ára og í sambúð. Grétar gersamlega elskar allt sem er bleikt, finnst kengúrur vera sín uppáhalds dýr er mikill Köttari ásamt því að líta á Manchester United sem trúarbrögð sín. Grétar sem er með breiðbandið heima sér segist ekki horfa á mikið annað en Skjá tvo þessa dagana… Hann virðist ekki hafa mikin áhuga fyrir Stöð 3…. Eða hann vissi allavega ekki að það væri til Stöð 3.

DJ Bjössi er 25 ára og í smabúð heitir fullu nafni Björn Kristinsson. Bjössi ólst upp í laugarneshverfinu ásamt því að búa á Spáni í 3 ár sem barn. Uppáhalds matur Bjössa er lambakjöt. Kettir eru uppáhalds dýrin hans Bjössa og er uppáhaldsliturinn hans blár. Bjössi sem heldur með Val, Real Madrid og kannski aðeins með Manchester United er ekki búinn að kaupa sér áskrift af Stöð 3 né Skjá tveim og hann segist ekkert vera á leiðinni í það…. En hann þykist ekki hafa efni á svona hlutum.

Ekki láta ykkur vanta á Kapital á laugardaginn 6. desember!