50. Útgáfa Bedrock Records! Síðan Bedrock (útgáfufyrirtækið) var stofnað árið 1999 hafa Bedrock Records stöðugt verið að gera nýja og fjölbreytta hluti sem hafa átt þátt í mótun danstónlistar (þá sérstaklega progressive-house, þar sem allflest sem þeir gefa út er innan þeirra stefnu.) Bedrock hafa gefið út efni eftir marga af bestu listamönnum senunnar. Nú eru að koma tímamót hjá Bedrock þar sem það er að nálgast fimmtugustu útgáfu þeirra og þeir ætla að halda upp á þá útgáfu með glæsibrag! Sú útgáfa mun innihalda ný “remix” af fjórum af þeirra bestu útgáfum í gegnum árin.

Fyrst er það “Bedrock – Heaven Scent” sem fær nýjan búning, það þekkja nú flestir þetta lag og það var gert af John Digweed og Nick Muir en þeir hafa unnið mikið saman í hljóðverinu og það samstarf er einfaldelga kallað Bedrock. Þetta lag var það fyrsta sem gefið var út af Bedrock og það er án efa orðið klassískt meistarastykki og er það enginn annar en Yunus Guvenen sem fær það lof að remix-a þetta lag, hann er t.d. búinn að remixa Wavy Gravy eftir Sasha og að mínu mati er það besta remixið af því lagi.

“Saints & Sinners – Pushing Too Hard” kemur einnig út með remix-i frá þeim Yoogie Van Bellen og Wilfried Belz, þetta mix átti fyrst að vera bootleg en þegar Bedrock heyrðu það þá gátu þeir ekki annað en sett það í þessa útgáfu, hlakkar til að heyra þetta remix en ég kannast lítið sem ekki neitt við remix-arana.

“Tijuana – Groove is in The Air” Það muna kannski nokkrir eftir þessu en þetta var t.d. á GU019 eftir John Digweed og þykir það nokkuð dimmt lag, gefur mér svona hmmm.. hvernig orða ég það, halloween tilfinningu. Þetta lag kemur út með remix-i frá The Low End Specialists en þeir eru einmitt búnir að remixa lagið “Andante” sem sjálfur Steve Lawler gerði en margir eru eflaust orðnir spenntari fyrir honum en jólunum sjálfum.

Síðast en ekki síst er það lagið “Bedrock – Emerald” en þetta lag er tiltölulega nýtt, ef ég man rétt þá kom það út árið 2002 mjög flott lag hjá þeim Digweed & Muir, Filterheadz gerðu þá remix af þessu lagi sem hlaut ágætra vinsælda eins og lagið sjálft, auðvitað. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessari útgáfu vegna þess að Grayarea eiga remixið sem kemur út af laginu og hef ég verið að fylgjast með þeim og finnst þeir vera að gefa út eðal tóna (t.d. One For The Road og Asleep At The Wheel.)

Hérna er svo það sem John Digweed hafði að segja um útgáfuna (óþýtt):
”I'm really proud and excited about our 50th release on Bedrock, it's a major accomplishment to be releasing our 50th single, not to mention some great albums, especially in light of other great labels who have celebrated landmarks of their own this year like Wall of Sound, End Recordings and Paper. Looking back over the 50 releases there have been some huge highlights for me personally in DJ'ing as well as my own production with Nick Muir.
It was really difficult to pick 4 tracks out of so many that stand out but these 4 tracks in many ways have come to define the label in some way, they've influenced the direction of things and sound as good today as they did when they were originally released. That said, the new remixes have really impressed me, all 4 remixers have done great jobs. I'm sure as time goes on people will look back at even more of the back catalogue and even more will get remixed. Looking forward to the next 50 though!”

Útgáfudagur er 15. desember og mixin verða gefin út á fjórum 12” einnar-hliða vínylum.

heimild: http://www.progressive-sounds.com/features/bedrock-50.a sp
Dance to my beat!