Hugarástand og Cosmo Vitelli á Kapital !! Föstudagur 28/11/2003
HUGARÁSTAND - DJ Arnar & DJ Frímann

Hugarástand er komið aftur á dansgólfið erftir smá hlé. Arnar og Frímann eru komnir á kunnulegar slóðir. Þeir eru komnir á aðaldansgólf Kapital. Eins og flestir ættu að vita er Kapital til húsa þar sem Thomsen var fyrir einhverju síðan. Hugarástand sem hefur verið starfrækt síðustu 5 árin undir strangri stjórn þeirra félaga hefur ekki bara verið klúbbakvöld en líka sem útvarpsþáttur á útvarpsstöðvum eins og Skratz og X-inu. Hugástand nýtur sín best í góðu kerfi, með góðu dansgólfi og góðri stemningu! Ekki láta þið vanta á fyrsta hugarástandskvöldið á besta skemmtistað bæjarins, Kapital.

Laugardagur 29/11/2003
COSMO VITELLI - Cosmo Vitelli, DJ Sveinbjörn, DJ Fashionably laid & DJ Doddi

Cosmo Vitelli er 29 ára Frakki, fæddur í Montreuil. Hans raunverulega nafn er Benjamin Boguet og bjó hann í Afríku fyrstu 10 ár ævi sinnar. Hans fyrstu tónlistarminningar eru frá plötum sem pabbi hans keypti þegar hann var snáði með tónlistarmönnum eins og Stevie Wonder og Marvin Gaye. Benjamin eða Cosmo eins og hann er kallaður hlustaði á hljómsveitna Clash frá 12 ára aldri og þegar árin liðu færði hans sig yfir tónlist frá Mantronix, Def Jam, devouring Best, Rock&Folk og L’Equerre.

Árið 1997, 4 árum eftir að Cosmo flutti til Parísar gaf hann loks út sína fyrstu smáskífu eftir að hann hafði reynt fyrir sér sem gítarleikari í Indie hljómsveitinni Perio ásamt því að semja sína eigin tónlist ofl. Þessi umrædda smáskífa hét einfaldlega “Cosmo Vitelli” og var hún gefin út á Solid plötuútgáfunni. En fyrir þá sem ekki vita gaf Solid út hina stórkostlegu plötu “Superdiscount” sem gerði hreinlega allt vitlaust á sínum tíma. Cosmo má eiga það að hann er frumlegur við nafnaval á lögum sínum en á “Cosmo Vitelli” hét aðallagið á plötunni “Don’t eat animals anymore, eat children” og hans önnur smáskífa fékk frumlegara nafn ef eitthvað er en hún hét “We Don't Need No Smurf Here” en hún kom út ári síðar eða árið 1999 og jafnframt var hún kosin smáskífa vikunnar af tímaritunu NME. Cosmo hefur náð að láta tvo af sínum stærstu draumum rætast með því að vinna með Jalal úr The Last Poets og að fá engan annan en Afrika Bambaataa til að “remixa” tónlist sína.

Nýlega kom út hans fyrsta breiðskífa út en hún ber nafnið “Clean”, en að sögn Cosmo er þetta verkefni sem hann hefur verið að vinna að undanfarin þrjú ár eða svo. Á þessari plötu hefur hann fengið með sér í lið menn eins og “Etienne De Crecy” sem gerði hina eftirminnilegu plötu “Super Discount”, en til þess að fá ekki rassskellingu frá tónlistargúrum hér á huga tek ég fram að sú plata var samin af fleirum en bara honum. Einnig á Philippe Zdar/Cassius sinn hlut í “Clean” en hann er einmitt annar helmingur “Motorbass” ásamt Etienne De Crecy. Bara með að vinna með svona mönnum er kominn ákveðinn gæðastimpill á þessa plötu hans, “Clean”.

Fyrir þá sem vilja heyra bút af þessari plötu þá bendi ég ykkur á Cosmo Vitelli atburðinn hér í kassanum til hægri en þar er að finna slóðir á hljóbúta af plötunni hans.