Árshátíð (PZ) Plötusnúðana. Party Zone og Kapital kynna: Árshátíð Plötusnúðanna 2003, laugardaginn 1. nóvember.

Allir plötusnúðarnir sem tengjast þættinum á einhvern hátt hyggjast skemmta sér saman og velja í leiðinni PZ-All time TOP 40 lista sem verður kynntur um kvöldið í þættinum. Þannig að þetta kvöld fá plötusnúðarnir frí og verður þeim komið undir sama þak til að skemmta sér og sínum.

Þeir snúðar sem hafa áhuga koma náttúrulega með plötur með sér og allir fara í búrið og spila einhverja slagara úr nútíð eða fortíð. Það verður því risastórt og skrautlegt partý á Kapital laugardagskvöldið 1.nóvember. Hlustendum þáttarins er bent á að skrá sig á póstlista þáttarins með því að senda póst á pz@isl.is ef þeir vilja taka þátt í vali listans og komast í leiðinni á gestalista um kvöldið.

Dagsskráin er því.

Laugardagurinn 1.nóvember

1. Party Zone á Rás 2 kl 19:30-22:00 og www.pz.is: Party Zone TOP40

2. kl 20:00 á ónefndum stað….Plötusnúðarnir snæða kvöldverð, spila plötur og verða með stuð og læti saman.

3. Kapital: Árshátíð Plötusnúðana 2003. Allir snúðar sem plötuspilara geta valdið undir sama þaki ásamt hjörðunum sínum að búa til gott kaffi…eh partý.

Þannig að, skráið ykkur á póstlista PZ, (til að geta verið með í vali listans og um leið komast á gestalista fyrir kvöldið) gramsið í safninu og ekki síst minninu og setjið upp lista af þeim 5-10 lögum sem þið metið sem bestu lög allra tíma í danstónlistinni. Hvað eru minnisstæðustu lögin?, hvaða lög bera aldurinn vel ?, hvaða lög voru tímamótalög eða einfaldlega hvaða lög standa uppúr í minningunni?. Það eru allskonar mælistikur sem hægt er að nota í þessu. Dúndrið á netfangið pz@isl.is top 5-10 lista fyrir miðvikudaginn 29.október. Ykkur er líka frjálst að setja á blað minnistæðustu kvöld, breiðskífur eða eitthvað….ekki málið!

Það er allavega skammur tími til stefnu!!