Tao recordings Hinn kanadíski Martin Villeneuve aka. MV aka. Envy er kominn með label.

Það heitir Tao Recordings, og hérna er fréttatilkynning í lauslegri þýðingu höfundar.

“Tao Recordings er hugfóstur plötusnúðsins / tónlistarmannsins Martin Villeneuve, en útgáfur hans á Yoshotoshi og Shinichi undir nafninu Envy hafa tætt upp dansgólf út um allann heim. Hann átti einnig lög á hinu goðsagnakennda GU021:Moscow albúmi, sem Deep Dish settu saman. Efni sem hann hefur gefið út á Addictive og SAW sem MV hefur líka hlotið verðskuldaða athygli og verið á ýmsum safndiskum”

Í þessari tilkynningu lofa þeir líka að hygla ferskum tónlistarmönnum og að finna jafnvægi milli hlóðs og anda.

Fyrsta skífan sem þeir senda frá sér er með kanadískri sveit; Blue Tonic World og lagið; ‘A Wondrous Night’. Þetta er lag sem sat lengi á toppi ambient listans á mp3.com - MV remixar. Ágætis lag, lofar góðu.

Næsta skífa verður svo með þeim Sultan og Tonedepth. Þeir ættu að vera orðnir þekktir. Fínt efni sem er að koma frá þeim.

Ef einhverjum langar að tékka á þessum MV þá má skoða:

MV - From the underground
Jas - Silver man tango (Envy mix)
Envy - Faith ep.
Nightcrawlers - Push the feeling on (MV mix)
Stereomovers - Skydivers (MV mixes)

-
Heimildir:

http://www.taorecordings.com /
http://www.progressive-sounds.com/reviews/Blue-Tonic -World-A-Wonderous-Night-(MV-Remixes).asp