Panik

PANIK The Electronic Music Party er haldið reglulega í Frakklandi við miklar vinsældir enda koma plötusnúðar heimshorna á milli til að skemmta á þessum klúbbakvöldum. Á Panik kvöldinu í Reykjavík munu erlendir listamenn skemmta og koma þeir sérstaklega hingað til lands í beinni tengingu við “showcase” tónleika hljómsveitarinnar Bang Gang í Listasafni Reykjavíkur 20. September n.k.
Ef vel tekst til má ætla að Panik kvöldin geti orðið að reglulegum viðburði fyrir klúbbasamfélagið á Íslandi.
Mikill hiti hefur skapast fyrir þessari uppákomu enda ekki á hverjum degi sem Panik kvöld eru haldin utan heimavallar.
Icelandair er með sérstakar pakkaferðir á Panik Í Reykjavík sökum vinsælda kvöldsins og því má búast við alþjóðlegu andrúmslofti.
Panik kvöldið verður haldið á Kapital í Hafnarstræti og er forsala miða þar og í verslunum BT. Miðaverð er litlar 1500 krónur og 2000 krónur ef Panik miði og Bang Gang showcase miði eru verslaðir saman.

Listamenn sem spila á Panik

Vitalic (Live set)
Terranova
Tommy Hools
Nicolette
Margeir
Blake
+ sérstakir gesti