360°  Kynna:  AJAX (live)   Biggi Veira (T-world) Grandrokk 4. Oktober.
kl: 23.00 - 04.00


AJAX (live)
EXOS (360)
Tómas T.H.X
Biggi Veira (gus gus / T-WORLD)



Þekktasta oldschool hardcore hljómsveit Íslands frá upphafi kemur saman laugardaginn 4 oktober á efri hæð Grandrokk.

Hljómsveitina skipa þeir Þórhallur Skúlason(Thor) og Sigurbjörn þorgrimson(Biogen) en þessa kappa ættu allir raftónlistarunnendur á Íslandi að kannast við.

Kapparnir í AJAX stóðu fyrir ýmiskonar verkefnum á hardcore tímabilinu og gáfu út meðal annars út hið ógleymalega lag Ruffige sem seldist í yfir 30.000 eintökum,þá aðalega á Bretlandseyjum en þar blómstraði hardcore menningin.

Loks kom út afar vinsæll safndiskur sem bar nafnið Icerave en hann hélt einmitt nokkur lög frá AJAX.

Ajax verkefni Þórhalls og Biogen hefur verið í algjörri lægð síðastliðin ár en ekki alls fyrir löngu fundu þeir félagar gömul hardcore lög sem hafa aldrei komið upp á sjónarsviðið fyrr en núna.
Þeir vinna semsagt hörðum höndum þessa daganna að endurgera og klára lausa enda á nýjum og gömmlum lögum og´ætti því enginn að láta sig vanta á þennan einstaka atburð.


Biggi Veira mun einnig hita upp fyrir kappanna í Ajax með tónlist sem honum fannst standa upp úr frá þessu tímabili sem Ajax var upp á sitt besta(1992.
Biggi Veira hefur verið iðinn að spila út um allan heim með hljómsveit sinni Gus Gus á stöðum eins og Bandaríkjunum,Singapore og Mexico.Hann að sjálfsögðu heilinn á bak við T-world og það verður fróðlegt hvað þessi einstaki tónlistarmaður mun leyfa okkur að heyra þetta kvöldið.

360 Gráðu meistararnir EXOS og TÓMAS T.H.X. enda þetta kvöld með technotónum eins og þeim er einum lagið og þið sem mættuð á síðasta 360 gráðu kvöld vitið hverju þig eigið von á.